STÆR3HF05

Heildun og fylki

  • Einingar5

Efni áfangans er fjórskipt, heildun, diffurjöfnur, vigrar og fylkjareikningur. Teknar eru fyrir helstu heildunarreglur og einfaldar diffurjöfnur eru leystar. Vigurhugtakið er skilgreint og aðgerðir á vigrum kynntar. Grunnatriði fylkjareiknings eru kynnt og unnið með þau. Kennslan fer jöfnum höndum fram…

  • Efni áfangans er fjórskipt, heildun, diffurjöfnur, vigrar og fylkjareikningur.
  • Teknar eru fyrir helstu heildunarreglur og einfaldar diffurjöfnur eru leystar.
  • Vigurhugtakið er skilgreint og aðgerðir á vigrum kynntar.
  • Grunnatriði fylkjareiknings eru kynnt og unnið með þau.
  • Kennslan fer jöfnum höndum fram með fyrirlestrum kennara, umræðum, einstaklings- og hópavinnu nemenda.
  • Gerðar eru kröfur um að nemendur vinni verkefni heima og standi skil á þeim annað hvort í kennslustund eða með því að skila verkefnum skriflega.
  • Í kennslustundum eru notaðar reiknivélar.
  • Einnig eru verkefni leyst með stærðfræðiforritum t.d. forritinu GeoGebra og Excel.

Námsmat er samsett úr vinnueinkunn og skriflegu lokaprófi í lok annar.

STÆR3FF05 (STÆ463).

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Heildunaraðferðum, hlutheildun, innsetningaraðferð og stofnbrotsliðun.

  • Diffurjöfnum, einföldum, með aðskiljanlegum breytistærðum, línulegum fyrsta stigs jöfnum.

  • Fylkjareikningi, n-víðum vigrum, samlagningu og margföldun, fernings-, hornalínu- og einingarfylkjum.

  • Andhverfu og byltu fylki.

  • Jöfnu bestu línu með fylkjareikningi.

  • Stofnfalli og ákveðnu heildi, flatarmáli undir ferli og milli ferla.

  • Vigurreikningi í sléttum fleti, summu, mismun og innfeldi tveggja vigra, hallatölu og lengd vigurs, einingavigri, horni milli vigra, samsíða og hornréttum vigrum.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita einfaldri heildun og finna flatarmál.

  • Leysa einfaldar diffurjöfnur með því að aðskilja breytistærðir.

  • Leysa línulegar fyrsta stigs diffurjöfnur.

  • Nota reikniaðgerðir á fylki.

  • Finna andhverfu 2×2 fylkja og finna jöfnu bestu línu „í gegnum nokkra punkta“.

  • Beita hlutheildun, innsetningaraðferð og stofnbrotsliðun við að ákvarða heildi.

  • Beita reikniaðgerðum á vigra.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra.

  • Skrá lausnir sínar skipulega og rökstyðja þær, skipast á skoðunum um þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar.

  • Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og viðfangsefna og velja aðferð við hæfi. t.d. við heildun og lausn diffurjafna.

  • Klæða hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar, t.d. með því að nota fylkjareikning.

  • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu t.d. diffrun og heildun.

  • Beita skipulegum aðferðum við lausnir þrauta úr kunnuglegu samhengi og útskýra aðferðir sínar.

  • Beita gagnrýninni og skapandi hugsun.

  • Fylgja eftir og skilja röksemdir í texta og beita einföldum röksemdum.