STÆR3HR05

Heildun og runur/raðir

  • Einingar5

Í áfanganum er farið í hvernig stofnföll falla eru fundin og hvernig hægt er að nota heildun við að finna flatarmál óreglulegra svæða og rúmmál snúða. Kenndar eru aðferðir við að leysa diffurjöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir eru…

  • Í áfanganum er farið í hvernig stofnföll falla eru fundin og hvernig hægt er að nota heildun við að finna flatarmál óreglulegra svæða og rúmmál snúða.
  • Kenndar eru aðferðir við að leysa diffurjöfnur af fyrsta stigi.
  • Runur og raðir eru kynntar og dæmi tekin um hagnýtingu þeirra.   

     

STÆR3DF05 (STÆ403).

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu aðferðum til að ákvarða óákveðin og ákveðin heildi.  

  • Tengslum heildunar og diffrunar.  

  • Tengslum heildunar við flatarmál og rúmmál.  

  • Andhverfum hornaföllum og hvernig þau diffrast.  

  • Diffurjöfnum, sérlausnum þeirra og fullnaðarlausnum.  

  • Runum, kvóta- og mismunarunum.   

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita hlutheildun, innsetningaraðferð og stofnbrotsliðun við að ákvarða heildi.  

  • Nota heildun til að finna flatarmál á milli ferla og rúmmál við snúning ferla um láréttar og lóðréttar línur.  

  • Diffra andhverf hornaföll.  

  • Leysa diffurjöfnur með því að aðskilja breytistærðir.  

  • Leysa línulegar fyrsta stigs diffurjöfnur.  

  • Greina kvóta- og mismunarunur og reikna summu liða þeirra.  

  • Beita runum og röðum við lausn hagnýtra dæma. 

  • Nota diffurjöfnur við að leysa hagnýt verkefni.  

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skrá lausnir sínar skipulega og rökstyðja þær.  

  • Ræða hugmyndir sínar um námsefnið.  

  • Fylgja og skilja röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni.  

  • Rekja sannanir í námsefninu.  

  • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa og túlka lausnina.  

  • Gera sér grein fyrir tengslum diffrunar og heildunar.  

  • Átta sig á hvaða aðferð hentar best til að leysa ákveðin verkefni.