STJ103

Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Útskýrt er hvernig þjóðfélagsbreytingar hafa gert það að verkum að menn leggja nú meiri áherslu á stjórnun en áður. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim…

Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Útskýrt er hvernig þjóðfélagsbreytingar hafa gert það að verkum að menn leggja nú meiri áherslu á stjórnun en áður. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Farið er í stjórnunarferlið, mismunandi gerðir stjórnskipulaga, setningu markmiða, áætlanagerð og upplýsingastreymi. Áhersla er lögð á að upplýsa nemendur um samspil stjórnunar og samstarfs og mikilvægi þess að starfsmenn séu ánægðir í sínu starfi.

Lokapróf 50% með lágmarkseinkunn 4,0 til þess að vinnueinkunn taki gildi. Verkefni 30% Skyndipróf 10% Ástundun 10%

  • Að nemendur: kunni grunnhugtök og kenningar í stjórnun og að beita hugtökunum í mæltu og rituðu máli.

  • Kennsla fer fram sem sjálfsnám. Með lestri hvers kafla verða glærur með áherslupunktum. Þar sem kennslubókin er ekki íslensk þá eru ensku orðin alltaf í sviga fyrir aftan til að auðvelda ykkur lesturinn. Athugið að áfanginn er lesfag þannig að mikilvægt er að lesa jafnt og þétt.

  • Grunnhlutverk stjórnunar, saga stjórnunar, stjórnun í alþjóðaumhverfi, siðferði í stjórnun, frumkvöðlastarfssemi, starfsmannastjórnun, leiðtogahlutverkið ofl.