STJÖ2HJ05

Himinhvelfingin og jörðin í kosmísku samhengi

  • Einingar5

Fjallað er um himinhvelfinguna og jörðina í kosmísku samhengi, eðli sólar og stjarna, myndun þeirra, ævi og tengsl við sögu alheimsins og uppruna frumefnanna. Vetrarbrautir og þróun þeirra. Alheimurinn, rök fyrir Miklahvelli, saga alheimsins frá upphafi til dagsins í dag…

  • Fjallað er um himinhvelfinguna og jörðina í kosmísku samhengi, eðli sólar og stjarna, myndun þeirra, ævi og tengsl við sögu alheimsins og uppruna frumefnanna.
  • Vetrarbrautir og þróun þeirra.
  • Alheimurinn, rök fyrir Miklahvelli, saga alheimsins frá upphafi til dagsins í dag og möguleg framtíðarþróun.
  • Myndun og þróun reikistjarna, hvers vegna sólkerfi okkar er eins og það er en ekki einhvern vegin öðruvísi.
  • Reikistjörnurnar í jarðeðlisfræðilegu samhengi.
  • Önnur sólkerfi.
  • Líf í alheimi.
  • Áfanginn er ætlaður nemendum á eðlisfræðilínu.
  • Gert er ráð fyrir kunnáttu í stærðfræðilegum aðferðum og þekkingu á þyngdarlögmáli Newtons.

Lokapróf, hlutapróf og verkefni.

Sbr. gamla EÐL 103, 203.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Himinhvelfingunni, kvartilaskiptum, myrkvum og öðrum himinfyrirbærum.

  • Uppruna og eðli sólkerfisins og reikistjarna. Jarðeðlisfræði reikistjarnanna.

  • Myndun, þróun og eðli sólstjarna.

  • Hvítum dvergum, rauðum risum, sprengistjörnum, nifteindastjörnum og svartholum.

  • Lykilhugtökum í heimsfræði, m.a. þversögn Olbers, lögmáli Hubbles, örbylgjukliðnum, Miklahvelli, hluduefni og hulduorku.

  • Hugmyndum um líf í alheimi.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Vinna með samband sýndarbirtu, reyndarbirtu og fjarlægðar.

  • Nota þriðja lögmál Keplers og lögmál Hubbles.

  • Tengja staðsetngu og kvartil Tungls við áttahring.

  • Nota stjörnusjónauka og/eða handsjónauka til stjörnuskoðunar.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útskýra myndun og þróun reikistjarna.

  • Tengja þróun stjarna við daglegt líf hér á jörðinni.

  • Tengja þróun stjarna við HR-grafið.

  • Meta samhengi frétta um stjörnufræði í daglega lífinu.

  • Afla sér frekari þekkingar og skilnings á fyrirbærum stjörnufræðinnar.

  • Útskýra undur alheimsins og hið kosmíska samhengi lífs á jörðinni.