STJR1ST03

Stjórnun

 • Einingar3

Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Nemendur fá innsýn inn í heilstu verkefni og hlutverk stjórnenda. Fjallað er um þróun í stjórnunarkenningum og hvernig breytingar í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að sífellt meiri áhersla hefur verið lögð…

Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Nemendur fá innsýn inn í heilstu verkefni og hlutverk stjórnenda. Fjallað er um þróun í stjórnunarkenningum og hvernig breytingar í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að sífellt meiri áhersla hefur verið lögð á stjórnun sem fræðigrein. Nemendum er kynnt mikilvægi stefnumótunar og markmiðssetningar. Viðfangsefni áfangans miða meðal annars að því að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í stjórnun, ásamt þátttöku í félags- og atvinnulífi.

  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu hlutverkum stjórnenda.

 • Sögu stjórnunar og helstu fræðimönnum.

 • Fyrirtækjamenningu.

 • Siðferði skipulagsheilda.

 • Samfélagslegri ábyrgð.

 • Stefnumótun, áætlanagerð og markmiðssetningu.

 • Skipulagi fyrirtækja.

 • Mannauðsstjórnun.

 • Vali á starfsmönnumm.

 • Frammistöðu og hvatningu.

  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Beita grunnhugtökum stjórnunar við verkefnavinnu.

 • Vinna raunhæf verkefni um stjórnendur í atvinnulífinu.

 • Vinna saman í hóp.

 • Koma þekkingu sinni á framfæri.

  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Beita hugtökum og aðferðum stjórnunar í starfi.

 • Meta siðferðileg álitamál sem verða stjórnun.

 • Heimfæra hugmyndir stjórnunar á eigið líf.

 • Nýta sér hæfni sína til frekara náms.

 • Nýta hæfni sína til þess að taka þátt í atvinnulífinu.

 • Skilja helstu skipurit.

 • Vera hæfari til að takast á við þá áskorun að taka virkan þátt í atvinnulífi þjóðarinnar.

 • Geta tekið einfaldar stjórnunarákvarðanir.