ÞJÓ113

Í áfanganum verða kynnt grunnatriði hagfræðinnar. Farið verður í grunnhugtö skoðuð verða hagkerfi og hlutverk þeirra. Vísitölur verða skoðaðar og notkun þeirra. Verðbólga, atvinnuleysi og hagvöxtur snerta líf okkar daglega og verða þessi hugtök skoðuð vandlega. Þá verður farið í…

Í áfanganum verða kynnt grunnatriði hagfræðinnar. Farið verður í grunnhugtö skoðuð verða hagkerfi og hlutverk þeirra. Vísitölur verða skoðaðar og notkun þeirra. Verðbólga, atvinnuleysi og hagvöxtur snerta líf okkar daglega og verða þessi hugtök skoðuð vandlega. Þá verður farið í lestur og túlkun línurita. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nálgast upplýsingar á netinu og vinna úr þeim. Nemendur eiga að loknum áfanganum að hafa öðlast nægjanlegan skilning á efnahagsstarfseminni til þess að þeir séu færir um að skilja umfjöllun um efnahagsmál í fjölmiðlum og getið tekið þátt í umræðum er snerta efnahagsmál.

Í lok áfangans er skriflegt próf úr námsefninu sem gildir á móti kaflaprófum, verkefnum og vinnusemi nemenda. Lokapróf: (60%) Nemendur þurfa að ná 4,5 á lokapróti til að standast áfangann. Annað námsmat: (40%) Skyndipróf (20%) Verkefni (10%) Ástundun og virkni (10%).

  • Þekkingarviðmið: Nemandi skal öðlast þekkingu í: Grunnhugtökum hagfræðinnar svo sem skortur, val, fórnarkostnaður, gæði, eftirspurn, framboð, verðbólga, vísitölur, hagvöxtur, atvinnuleysi og markaðsverð. Mismunandi hagkerfum, uppbyggingu þeirra og starfsemi. Hlutverki Seðlabanka og annarra aðila á fjármálamarkaði. Helstu kenningum er varða utanríkisviðskipti. Gengi gjaldmiðla, nafngengi og raungengi Helstu stofnunum sem tengjast Evrópumálum. Ísland er nátengt öðrum ríkjum Evrópu í sögulegu, pólítísku, efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: Reikna út markaðsverð vöru útfrá framboðs- og eftirspurnarjöfnum. Reikna út hlutfallslega- og algjöra yfirburði. Reikna út verðbólgu, hagvöxt og kaupmáttarbreytingar. Reikna verga landsframleiðslu og aðrar þjóðhagsstærðir. Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: Túlka umsvif hins opinbera í efnahagslífinu. Tjá sig um hagfræðileg málefni, bæði skriflega og munnlega. Skilið umfjöllun í fjölmiðlum um þjóðhagsleg málefni. Geta útskýrt og skilið umræður um evrópumál.

  • Nemendur kynnast grunnhugtökum hagfræðinnar og vinna með þau til að öðlast skilning á þeim. Leitast er eftir því að tengja hugtök hagfræðinnar sem mest við daglegt líf okkar með það að markmiði að nemendur tileinki sér frekar notkun hagfræðilegra hugtaka. Nemendur þjálfast í að leita sér upplýsinga um hagfræðileg málefni í dagblöðum, tímaritum og á netinu. Kenndir eru fjórir tímar á viku, 60 mínútur í senn.

  • Í upphafi annar eru helstu grunnhugtök hagfræðinnar kynnt fyrir nemendum og unnið með þau. Leitast verður við að skoða mismunandi hagkerfi, hlutverk hins opinbera, hagkvæmni af utanríkisviðskiptum, hvað ákvarðar framboð og eftirspurn, hvað er vísitala, hvernig myndast hagvöxtur, af hverju verður verðbólga, hvað er atvinnuleysi, hvað eru þjóðartekjur, hvernig ákvarðast gengi, hvert er hlutverk Seðlabanka Íslands, hvað eru alþjóðlegar stofnanir og hvers vegna lærum við hagfræði.