ÞJÓ123

Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru reifaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu, viðskipti á heimsvísu, sérhæfingu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum. Alþjóðlegar stofnanir og samtök sem eru virk á efnahagssviði eru kynnt og athuguð, einkum í ljósi áhrifa sem þau…

Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru reifaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu, viðskipti á heimsvísu, sérhæfingu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum. Alþjóðlegar stofnanir og samtök sem eru virk á efnahagssviði eru kynnt og athuguð, einkum í ljósi áhrifa sem þau hafa á íslenskt efnahagslíf. Fjallað er um alþjóðleg gjaldeyrisviðskipti, hlutverk seðlabanka og áhrif þeirra á hagkerfi. Fjallað er um gjaldeyrismál Íslands í kjölfar kreppunnar 2008.

Lokapróf í lok annar 70% Annað námsmat (30%) sem skiptist þannig: Skyndipróf og verkefni 25% Ástundun 5%.

  • Að nemendur öðlist skilning á helstu kenningum og hugtökum alþjóðahagfræðinnar, viti um helstu stofnanir alþjóðasamfélagsins og hlutverk þeirra. Viti um helstu stofnanir alþjóðasamfélagsins og hlutverk þeirra. Geti upp á eigin spýtur nálgast upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og efnahagslíf annarra þjóða. Geti tjáð sig munnlega og skriflega um samskipti Íslands við önnur hagkerfi.

  • Kenndir eru fjórir tímar á viku, 60 mínútur í senn. Kennsla fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Verkefni Hópverkefni, 2 í hóp. Verkefni kynnt fyrir bekknum. Einstaklingsverkefni. Stutt verkefni ýmist til kynningar eða til að skila. Lestur úr kennslubók í tímum. Nemendur þýði samantekt ( summary), niðurstöður (conclusion) og skilgreiningar úr hverjum kafla.

  • Hlutverk seðlabanka, Gjaldeyrishöft, Myntsvæði, Gengiskerfi, Fríverslunarsamningar, ESB, EFTA, Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF), Tollar og höft, Alþjóðleg verkaskipting og viðskipti, Sérhæfing og Ábati af viðskiptum.