ÞJÓ213

  • Nemendur öðlist þekkingu í:

    • Hugtökum hagfræðinnar og helstu kenningum.
    • Íslensku efnahagslífi, viðfangsefnum hagstjórnar og efnahagsstefnu stjórnvalda.

    Nemendur öðlist leikni í að:

    • Nálgast upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og efnahagslíf annarra þjóða.

    Nemendur öðlist hæfni í að:

    • Túlka umsvif hins opinbera í efnahagslífinu.
    • Nota hagfræðileg líkön og tungutak til að útskýra og greina raunveruleg vandamál. •Tjá sig um efnið, bæði munnlega og skriflega um hagræn málefni og mótað sjálfstæðar skoðanir sem m.a. eru byggðar á þeim fræðilega grunni sem lagður er til í náminu.

  • Kennsla fer fram í formi fyrirlestra, verkefnavinnu og hópavinnu. Kenndir eru fjórir tímar á viku, 60 mínútur í senn. Leitast er eftir að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og taki ábyrgð á námi sínu.