ÞÝS203

Áfram er grunnorðaforði daglegs lífs þjálfaður og aukinn. Orðaforðinn og grunnatriði málfræðinnar eru þjálfuð með fjölbreyttum æfingum, bæði stýrðum og frjálsum skriflegum æfingum, svo og munnlegum æfingum í paravinnu. Glærur á tölvudiski og ýmislegt myndefni er notað til munnlegrar þjálfunar.…

Áfram er grunnorðaforði daglegs lífs þjálfaður og aukinn. Orðaforðinn og grunnatriði málfræðinnar eru þjálfuð með fjölbreyttum æfingum, bæði stýrðum og frjálsum skriflegum æfingum, svo og munnlegum æfingum í paravinnu. Glærur á tölvudiski og ýmislegt myndefni er notað til munnlegrar þjálfunar. Vinnubók og verkefnahefti eru unnin til að auka þjálfun málfræðiatriða og orðaforða. Aukið lesefni til að auðga orðaforða nemenda kemur nú inn með lestri ævintýra, svo og með lestri einnar léttlestrarbókar. Fjallað er um innihald textanna bæði skriflega og munnlega. Áfram er lögð áhersla á að nemendur séu virkir í allri umfjöllun námsefnis og noti reglulega tölvudiskinn sem því fylgir. Nemendur eru markvisst þjálfaðir í að koma upp og tala um afmrkað efni (lesið eða frá eigin brjósti). Vinnubókin er unnin í kennslustundum og sjálfstætt heima, en verkefnaheftið er að mestu unnið sjálfstætt með lausnum sem birtast eftirá í skjalahólfi nemenda. Auk hlustunarefnis kennslubókar hlusta nemendur af og til á ítarefni í hlustun.

Lokapróf: 60 % Vinnueinkunn: 40 % Próf / skrifleg verkefni 20 % Munnlegt verkefni 5 % Hlustun 5 % Virkni og ástundun 10 %.

  • Að nemandi * geri sér grein fyrir mikilvægi eigin vinnu til að ná árangri í námi * fái nokkra innsýn inn í daglegt líf í þýskumælandi löndum Hlustun: * skilji skýrt talað daglegt mál um efni sem fjallað hefur verið um og snertir daglegt líf og nánasta umhverfi Lestur: * skilji létta lestexta með almennum orðaforða og nái meginþræði lengri texta * hafi fengið aukna þjálfun í notkun orðabókar Tal: * geti tjáð sig munnlega af nokkru öryggi um afmarkað efni sem verið hefur til umfjöllunar Ritun: * geti tjáð sig skriflega með réttri stafsetningu um efni sem fjallað hefur verið um * geti beitt málnotkunarreglum rétt í æfingum af mismunandi gerð.