TOLV2FO05

Inngangur að forritun

 • Einingar5

Áfanginn er byrjendaáfangi í forritun. Nemendur læra að búa til og keyra forrit í textaham/skipanalínuforrit. Nemendur læra að setja upp forritunarumhverfi og nýta sér. Nemendur læra um grunnuppbyggingu forrits og grunnatriði forritununar. Í því felst að nemendur læra um breytur…

 • Áfanginn er byrjendaáfangi í forritun.
 • Nemendur læra að búa til og keyra forrit í textaham/skipanalínuforrit.
 • Nemendur læra að setja upp forritunarumhverfi og nýta sér.
 • Nemendur læra um grunnuppbyggingu forrits og grunnatriði forritununar. Í því felst að nemendur læra um breytur (variables), segðir (expressions), gagnatög (data types), notkun athugasemda í forritum (comments), muninum á þýðingu og túlkun (compilation/translation), talnakerfi tölvunnar, hvað er algrím (reiknirit), hvernig á að villuleita forritum (debugging), læra um strengjavinnslu (strings), hvað lausnarrunur eru (escape sequences), hvað ASCII og Unicode tákn eru, notkun reiknivirkja, að búa til hluti og klasa til notkunar í forritum (objects and classes), að skrifa föll (methods/def), að vinna með innlestur frá lyklaborði, kynnast búlskum segðum og skilyrðissetningum (if/else), læra að bera saman gögn í forriti t.d strengi og talnabreytur, hvernig á að forrita lykkjur (loops) og fylki/lista (arrays).
 • Verkefni eru að mestu styttri forrit.
 • Áfanganum lýkur með því að nemendur forrita stærri forrit sem lokaverkefni og læra að vinna með umfangsmeiri kóða.
 • Eftir áfangann eiga nemendur að geta bjargað sér sjálfir með að búa til einföld forrit ásamt því að hafa grunn til að bæta á þekkingu sína í forritun og einnig hæfni til að tileinka sér önnur forritunarmál. 

Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og skriflegu prófi í lokin.

  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Hvernig forritunarmál virkar í grundvallaratriðum. 

 • Læra grunnatriði í forritun og helstu grunnaðgerðum hennar, s.s. skilyrðissetningum, lykkjum, föllum o.fl. 

 • Að fá innsýn inn í heim forritunar. 

  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Forrita með skilyrðum, lykkjum og föllum. 

 • Greina, hanna og forrita einfaldari forrit á sem bestan máta. 

 • Forrita klasa og tengja við aðalforrit. 

  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Takast á við forritun í mismunandi hugbúnaðarumhverfum. 

 • Smíða forrit frá grunni skv. verklýsingu. 

 • Skipta flóknu algrími upp í nokkra einfaldari hluta. 

 • Byggja upp forritskóða á læsilegan og skipulegan hátt. 

 • Skilja forrit og forritshluta, aðgerðir, tilgang þeirra og markmið.