TÖLV3VG05

Vefsíðuhönnun og gagnasöfn

  • Einingar5

Í áfanganum er farið í grunnatriði vefsíðuhönnunar og megináhersla lögð á ívafsmál (e. HTML), stílsíður (e. CSS) og ræsiforrit (e. Bootstrap). Hver þessara þátta er tekinn sérstaklega fyrir og sýnt hvernig samspil þeirra stuðlar að vandaðri uppsetningu og framsetningu vefsíðna.…

  • Í áfanganum er farið í grunnatriði vefsíðuhönnunar og megináhersla lögð á ívafsmál (e. HTML), stílsíður (e. CSS) og ræsiforrit (e. Bootstrap).
  • Hver þessara þátta er tekinn sérstaklega fyrir og sýnt hvernig samspil þeirra stuðlar að vandaðri uppsetningu og framsetningu vefsíðna.
  • Í áfanganum kynnast nemendur einnig og vinna með gagnasöfn og skoða hlutverk þeirra í upplýsingasamfélagi.
  • Nemendur kynnast grunnþáttum fyrirspurnamálsins SQL og læra beitingu þess við almenna gagnavinnslu.
  • Áfanginn er kenndur í tölvu.

Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, skyndiprófum og verkefnum.

TÖLV2RT05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Ívafsmáli (e. HTML).

  • Stílsíðu (e. CSS).

  • Ræsiforriti (e. Bootstrap).

  • SQL fyrirspurnarmálinu.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Búa til einfalda skalanlega vefsíðu.

  • Gera SQL fyrirspurnir.

  • Setja inn gögn.

  • Uppfæra gögn.

  • Eyða gögnum.

  • Tengja saman töflur (e. joins).

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Vinna rétt með ívafsmál.

  • Vinna með stílsíður.

  • Vinna með ræsiforrit.