UMHV2SB03

Umhverfisfræði og sjálfbærni

 • Einingar3

Í þessum áfanga er gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum sjálfbærni og sjálfbærri þróun. Áfanginn er kenndur í fjarnámi. Náminu er skipt í lotur og kennsla fer fram með glærum, skilaverkefnum og gagnvirkum könnunum. Nemendur fá nákvæmar upplýsingar um kennslugögn og…

Í þessum áfanga er gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum sjálfbærni og sjálfbærri þróun. Áfanginn er kenndur í fjarnámi. Náminu er skipt í lotur og kennsla fer fram með glærum, skilaverkefnum og gagnvirkum könnunum. Nemendur fá nákvæmar upplýsingar um kennslugögn og tilhögun námsins í námsáætlun sem fylgir áfanganum í fjarnámskerfinu. Einnig hafa nemendur þar greiðan aðgang að kennara áfangans sem leiðbeinir nemendum þegar þörf krefur.

UMHV1UM02.

  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem fjalla um sjálfbæra þróun og sjálfbærni.

 • Hugtökunum sjálfbærri þróun og sjálfbærni og hvað þau merkja í alþjóðlegu samhengi.

 • Hvað sjálfbær nýting auðlinda merkir.

 • Núverandi stöðu Jarðarinnar og Jarðabúa hvað varðar sjálfbærni.

  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Fjalla um álitamál sem varða sjálfbærni í víðum skilningi.

 • Tengja saman siðferðisvitund og vitund um orsakir og afleiðingar af gerðum mannsins sem tengjast sjálfbærni.

 • Tengja saman ólíkar fræðigreinar hvað varðar sjálfbærni samfélaga.

 • Öflun frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt um sjálfbærni og sjálfbæra þróun.

  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Tengja undirstöðuþekkingu í sjálfbærni við daglegt líf.

 • Taka ábyrgð á eigin lífi með hliðsjón af sjálfbærni samfélaga.

 • Skilja samhengi nýtingar auðlinda og áhrifa hennar á lífríki og landslag og þáttar mannsins í þróun umhverfisins.

 • Geta greint nauðsynlegar upplýsingar um sjálfbærni og sjálfbæra þróun og geta hagnýtt sér og miðlað þeim upplýsingum í töluðu eða rituðu máli.

 • Öðlast heildstæða mynd af vanda sem ógnar framtíð Jarðar og mikilvægi alþjóðahyggju í hvað varðar málefni sem tengjast sjálfbærni.