VÉLR1FI01

Blindskrift, fingrasetning, hnappaborð, vélritun

 • Einingar1

Áfanginn er ætlaður byrjendum í vélritun og inniheldur hann fjórar lotur, eða 22 verkefni. Nemendur taka stöðupróf í byrjun áfangans og geta lokið áfanganum ef þeir ná viðunandi einkunn. Í áfanganum er farið í hnappaborðið, byrjað er á léttum fingraæfingum…

 • Áfanginn er ætlaður byrjendum í vélritun og inniheldur hann fjórar lotur, eða 22 verkefni.
 • Nemendur taka stöðupróf í byrjun áfangans og geta lokið áfanganum ef þeir ná viðunandi einkunn.
 • Í áfanganum er farið í hnappaborðið, byrjað er á léttum fingraæfingum og æfingar þyngdar smátt og smátt.
 • Í áfanganum læra nemendur rétta fingrasetningu, nýta blindskrift og vélrita með jöfnum áslætti.
 • Stuðlað er að því að nemendur tileinki sér réttar vinnustellingar og vinnuferli og er leiðbeiningum skotið inn með reglulegu millibili í námsferlinu. Þar er leiðbeint um réttar vinnustellingar og hléæfingar sem gott er að gera til að koma í veg fyrir þreytu, bakverki og aðra óæskilega fylgikvilla við tölvuvinnu.

Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og verklegu prófi í lokin.

  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Staðsetningu heimalykla á hnappaborðinu.

 • Staðsetningu lykla á hnappaborði út frá heimalyklunum.

 • Réttri fingrasetningu.

 • Réttum vinnustellingum.

  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Nota rétta fingrasetningu og blindskrift.

 • Að beita líkamanum rétt við innslátt.

 • Vélrita á ákveðnum hraða við innslátt.

  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Vélrita með jöfnum áslætti.

 • Nýta rétta fingrasetningu og blindskrift.

 • Ná góðum hraða í innslætti.

 • Beita líkamsstöðu við hæfi.