VNÁM1VÞ05

Almennt vinnustaðanám

  • Einingar5

Áfanginn býður upp á almennan undirbúning undir störf í atvinnulífinu sem leggja áherslu á þjónustu og framkomu, sölu og þekkingu á þeim kröfum sem gerðar eru til að vera framúrskarandi verslunarfólk. Nemendur mun þekkja verkferla og starfsemi sem styður við…

Áfanginn býður upp á almennan undirbúning undir störf í atvinnulífinu sem leggja áherslu á þjónustu og framkomu, sölu og þekkingu á þeim kröfum sem gerðar eru til að vera framúrskarandi verslunarfólk. Nemendur mun þekkja verkferla og starfsemi sem styður við sölu og þjónustu og getur fylgt fyrirmælum. Hann þekkir vörur og þjónustu sem boðið er upp á í verslun og getur tekist á við aðstæður sem koma upp á er varðar viðskipavini og starfsfólk. Nemendur fá fræðslu og öðlast haldbærrar reynslu af því hvernig góð verslun lítur út, hve mikilvæg framkoma hvers starfsmanns í verslun skiptir máli hvað varðar sölu og þjónustu til viðskipavina.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Vöruvali verslunar og uppröðun.

  • Á umhverfi verslunar og framstillingum.

  • Á vinnureglum sem snýr að umgengni, gæðum, vörumeðhöndlun, rýrnun og annarra þátta.

  • Reglum er viðkemur bókhaldi verslunar s.s. endursendingum , sölu og útskriftir úr verslun.

  • Á birgðum og vörum, skráningu og verðmætum sem felast í þeim.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Geta viðhaldið útliti og uppröðun verslunar.

  • Geta viðhaldið lager, sölu og þjónustusvæðum í réttu horfi.

  • Komið fyrir merkingum á rétta staði.

  • Vita hvar á leita eftir þeim upplýsingum sem þarf til að geta aðstoðað viðskiptavini t.d. hvaða tilboð séu í gangi hverju sinni.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Geta viðhaldið góðu útliti verslunar og hafi auga fyrir hreinlæti.

  • Afgreitt viðskiptavini með framúrskarandi framkomu og brosi.

  • Geta greint þarfir viðskiptavina á snöggan hátt og þjónustað vel.

  • Geta fylgt viðskiptivini eftir í versluninni og leitað eftir frekari aðstoð þegar þess þarf hjá öðru starfsfólki.