VNÁM2VÞ05

Almennt vinnustaðanám

  • Einingar5

Áfanginn býður upp á undirbúning fyrir sérhæfingu á störfum í atvinnulífinu sem leggja áherslu á þjónustu og framkomu, sölu og sölumennsku. Áfanginn mætir þeim kröfum sem gerðar eru til þess að veita framúrskarandi þjónustu. Nemendur mun þekkja alla verkferla og…

Áfanginn býður upp á undirbúning fyrir sérhæfingu á störfum í atvinnulífinu sem leggja áherslu á þjónustu og framkomu, sölu og sölumennsku. Áfanginn mætir þeim kröfum sem gerðar eru til þess að veita framúrskarandi þjónustu. Nemendur mun þekkja alla verkferla og starfsemi sem styður við sölu og þjónustu, er leiðbeinandi fyrir aðra starfsmenn og öðlast yfirgripsmikla þekkingu og færni á verslunarstarfi. Hann hefur sérafræðiþekkingu á vörum og þjónustu sem boðið er upp á í verslun og getur tekist á við hefðbundnar aðstæður sem koma upp á er varðar viðskiptavini og annað starfsfólk. Nemendur fá fræðslu og öðlast haldbærrar reynslu af aukinni sölu og framúrskarandi þjónustu, gæðum og hreinlæti, vöruþekkingu og að takast á við aðstæður s.s. þjófnað í verslun eða framkoma erfiðra viðskiptavina.

VNÁM1VÞ05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Á fyrirkomi fyrirtækisins og áherslum, fylgst með tilboðum og örðu sem viðkemur versluninni.

  • Á öllum helstu viðbragðsáætlunum fyrirtækisins og farið eftir þeim þegar við á s.s. öryggisáætlun (bruni, þjófnaður), meðferð eineltismála o.fl.

  • Hvar upplýsingar er viðkemur versluninni eru og sækja þær, deila út til annarra starfsmanna ef þess er þörf.

  • Sérfræðiþekking á vörum, þekkingu og vöruframboði verslunar.

  • Sölu og mikilvægi viðbótarsölu og sölu á sambærilegri vöru.

  • Á verkferlum við opnun og lokun á verslun.

  • Á innkaupum á rekstrarvörum og öðru sem viðkemur versluninni.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Geta sinnt öllu sem viðkemur afgreiðslukassa uppgjöri og borið ábyrgð á því.

  • Sækja nýrrar leiða og færni í að framkvæma þær í samstarfi við aðra.

  • Geta sinnt öðrum tilfallandi störfum innan verslunar.

  • Geta fylgt eftir sölu og tilboðsgerð.

  • Geta sinnt helstu verkefnum verslunar s.s. áfyllingu, pöntunum, árstíðabundin framsetning, þrif og tiltekt o.fl.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Geta unnið í takt við skipulag á framstillingu og útliti verslunar, geta gagnrýnt það og rætt við aðra stjórnendur.

  • Veita ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina með sérþekkingu á vörum og vöruframboði.

  • Geta verið gagnrýnin og bent á leiðir til að koma í veg fyrir rýrnun.

  • Geta komið með ábendingar og hugmyndum áfram í réttan farveg innan hverrar verslunar og jafnvel fyrirtækis.

  • Vera leiðandi afl á vinnustað í framkvæmd í verkefnum sem liggja fyrir hverju sinni.

  • Geta unnið vel með góðum og jákvæðum samskiptum og tekist á við erfið samskipti við viðskiptavini og aðra.

  • Geta leyst erindi sem koma upp, tekið við kvörtunum og komið í réttan farveg.

  • Geta tekið eftir þjófnaði og öðru grunsamlegu athæfi í verslun.

  • Geta leiðbeint öðru starfsfólki í þau verkefni sem liggja fyrir í versluninni.