ALÞJ3AS05

Alþjóðamál og samfélag

Áfanginn er framhald af ALÞJ 2IA 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í Alþjóðafræði er fjallað um viðskiptamenningu og viðskiptahætti í ólíkum löndum. Áhersla verður á menningarsamfélag utan Evrópu, m.a. Kína, Japan og Arabaheiminn. Ennfremur er farið ítarlega í sögu, menningu og samfélag ríkja Austur-Evrópu. Reynt verður eftir fremsta megni að tengja námsefnið Íslandi.

Að nemendur öðlist þekkingu á ólíkum viðskiptaháttum og –menningu, með það fyrir augum að þeir geti stundað samskipti/viðskipti við ólík menningarsamfélög. Þá fái þeir staðgóða yfirsýn yfir sögu og menningu ríkja Austur-Evrópu og verði færir um að greina stöðu mála þar í fortíð og nánustu framtíð.

  • Lokapróf gildir 70%, fjögur skilaverkefni gilda 20% og eitt stærra lokaverkefni sem gildir 10%.

  • Richard E. Gesteland: Cross Cultural Business Behavior. Copenhagen Business School Press (fæst á amazon eða í bókabúð Eymundssonar).
  • Enn fremur verður lesefni inn á moodle, námsvef námskeiðs.