BÓKF1BR05

Bókfærsla og rekstrarhagfræði

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í bókfærsluhlutanum er fjallað um grundvallaratriði bókhalds. Algengustu reikningar eru kenndir og flokkun þeirra í eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Farið í dagbókarfærslur og prófjöfnuður kenndur. Kennd er gerð einfalds efnahags- og rekstrarreiknings og farið yfir gerð reikningsjöfnuðar með einföldum athugasemdum. Í rekstrarhagfræðihlutanum er farið yfir grunnatriði í rekstrarhagfræði. Nemendum er gerð grein fyrir mismunandi tegundum kostnaðar, tekjum og afkomu. Farið verður í einfalda áætlanagerð og útreikning á núllpunkti.

Grunnhugtök bókfærslu, debet, kredit, eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Bókhaldshringrás, bókhaldsreikningar, efnahags- og rekstrarreikningur, millifærslur, athugasemdir, álagning, afskriftir og vextir. Áætlanagerð, kostnaðarhugtök, myndræn túlkun á kostnaði, tekjur, núllpunktur og myndræn framsetning á núllpunkti.

Lokapróf: Bókfærsla: 50% og rekstrarhagfræði: 50%.

  • Bókfærsla. Bókin er á pdf formi í kennslukerfinu.
  • Inngangur að rekstrarhagfræði og áætlanagerð. Bókin er á pdf formi í kennslukerfinu.