EFNA 2AE 05 - Almenn efnafræði

Grunnáfangi í efnafræði

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ . Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Í efn103 er farið í grundvallaratriði efnafræðinnar, svo sem lotukerfið, atóm, efnasambönd og helstu gerðir efnahvarfa. Einnig er nemendum veitt þjálfun í grundvallarreikniaðferðum sem notaðar eru í efnafræðinni. Einnig er fjallað um sérhæfðari efni, svo sem eðlislögmál lofts, efnaorku, og atómsvigrúm.

Markmið

Meginmarkmið áfangans er að veita góða undirstöðuþekkingu í almennri efnafræði og búa nemendur undir nám í raungreinum á háskólastigi

Efnisatriði

Frumefnin, lotukerfið, atómið, málmar, málmleysingjar og eðallofttegundir, atómmassi, mól og mólmassi.
Efnatengi: sameindatengi, jónatengi og málmtengi, eðallofttegundir, gildisrafeindir og átturegla.
Efnahvörf, stilling efnajafna, flokkar efnahvarfa.
Útreikningar byggðir á efnahvörfum, vatn og vatnslausnir, felling og massamælingar, sýru-basa títrun.
Efni í loftham: loftþrýstingur, eðlislögmál lofts, ástandsjafna lofts, efnahvörf og rúmmál lofttegunda.
Efnaorka: inn- og útvermin efnahvörf, varmamælingar, varmajöfnur, myndunarvarmi, ritun varmajafna, vötnunarorka og lögmál Hess.
Atóm og skammtafræði: litróf, rafsegulbylgjur, orkuskammtar og ljóseindir. Línulitróf, orkuþrep atóma, skammtatölur, lögun og lega svigrúma.
Lotubundnir eiginleikar frumefna: lotubundin rafeindaskipan, svigrúmahýsing, regla Hunds, rafeindaskipan jóna

Námsmat

  • Lokapróf gildir 85%
  • Verkefni gilda 15%

Námsgögn

  • General Chemistry: The Essential Concepts. Raymond Chang og Ken Goldsby, 7. útg. ISBN: 9780073402758

    Nemendur mega nota 6. útgáfuna (og jafnvel þá 5.), hér eru upplýsingarnar fyrir 6. útg.:

    General Chemistry: The Essential Concepts. Raymond Chang og Jason Overby, 6. útg. ISBN: 9780071313681

     Eymundsson á nóg til af bókum.

  • Námsefni til stuðnings kennslubók í námsumhverfinu Moodle