EFNA3EJ05

Efnafræði, efnajafnvægi

Áfanginn er framhald af EFNA 3LT 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

  • Efnajafnvægi: jafnvægisstaða, jafnvægislögmálið, jafnvægisfasti, lofttegundir og blönduð kerfi, þættir sem hafa áhrif á jafnvægi.
  • Sölt í vatnslausn, leysni og leysnimargfeldi, áhrif sameiginlegra jóna á leysni, botnfallsreikningar.
  • Sýrur og basar, sjálfsjónun vatns, jafnvægisfastinn Kv, rammar og daufar sýrur, rammir og daufir basar, pH, fjölróteindasýrur, dúalausnir.
  • Oxun og afoxun, oxunartölur, stilling oxunar-afoxunarjafna.
  • Rafefnafræði: raflausnir, rafhlöður, spennuröð, rafgreining, staðalspenna, óreiða, annað lögmál varmafræðinnar, þriðja lögmál varmafræðinnar, sjálfgeng efnahvörf, Gibbs frjáls orka.

Að kynna nemendum undirstöðuatriði efnafræði sem þátt í heimsmynd nútímans og veita grunnþekkingu fyrir frekara nám á háskólastigi.

  • General Chemistry (7. útgáfa) eftir Raymond Chang. Bókin fæst í bókabúð Eymundssonar í Kringlunni suður og númer hennar er EYM9780071267014.
  • Viðbótarefni á skólanetinu.