EFNA3LE05

Efnafræði, lífræn efnafræði

Bygging, efnatengi og efnahvörf lífrænna sameinda. Alkanar, alkenar og alkýnar. Arómatísk hringsambönd. Rúmefnafræði og hendni. Alkýlhalíð, alkóhól, fenól og eterar. Kjarnsækin skiptihvörf, SN1 og SN2. Aldehýð og ketónar, kjarnsækin álagningarhvörf. Karboxýlsýrur og afleiður þeirra. Amín. Kolvetni, amínósýrur, peptíð, prótein, lípíð og kjarnsýrur.

Að kynna nemendum undirstöðuatriði lífrænnar efnafræði og lífefnafræði og veita grunnþekkingu fyrir frekara nám á háskólastigi.

Fundamentals of Organic Chemistry eftir McMurry, 7. útgáfa.
Verklegar æfingar og viðbótarefni frá kennara.
Viðbótarefni á skólanetinu.