ENSK2OM05

Enska, orðaforði og málnotkun

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Nemendur lesa texta um margvísleg efni og kynnt eru hugtök sem tengjast verslun og viðskiptum. Verkefni eru unnin til að þjálfa nemendur í notkun á nýjum orðaforða sem kemur fyrir í lestextum og málfræðiatriði sem reynast íslenskum nemendum erfið, eru þjálfuð. Ennfremur læra nemendur að skrifa vel skipulagðar efnisgreinar og ritgerðir auk þess að skrifa og flytja fyrirlestur. Skáldsaga er lesin og nokkrar smásögur eru hraðlesnar og fjölbreytt og skapandi verkefni unnin úr því efni.

Að nemendur

  • Auki almennan orðaforða sinn í málinu og læri að beita honum.
  • Læri að beita mismunandi lestraraðferðum og lesi margvíslega texta t.d. bókmenntir, almennt efni í tímaritum- og blöðum, texta af netinu.
  • Geti tjáð sig skriflega á skipulagðan hátt.
  • Geti tekið þátt í almennum samræðum á ensku af kurteisi og með viðeigandi orðalagi.
  • Geti hlustað á margvíslegt efni, dregið út upplýsingar og tileinkað sér ný orð.
  • Kunni að nýta sér hjálpargögn, svo sem orðabækur, leiðréttingarforrit, tölvu- og upplýsingatækni eins og kostur er.

  • Próf 60%.
  • Verkefni 40%.

  • Focus on Vocabulary 1 – Bridging Vocabulary eftir Diane Schmitt, Norbert Schmitt og David Mann, Pearson Education Inc. 2011.
  • Skáldsaga: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time eftir Mark Haddon.
  • Enskur málfræðilykill.
  • Smásögur (á netinu).