ENSK 3TO 05 – Töfraheimar Tolkiens

Áfangalýsing

Í þessum áfanga verður lesin Hringadrottinssaga, The Lord of the Rings, á ensku. Farið verður yfir allar bækurnar og unnin verkefni úr þeim. Bækurnar verða bornar saman við kvikmyndaútgáfu Peters Jackson. Mikil áhersla verður á ritun og skapandi þátttöku nemenda. Þessi áfangi er kjörin fyrir þá sem hafa alltaf ætlað sér að lesa bækurnar, en ekki síður fyrir þá sem vilja rifja þær upp.

Öll vinna í námskeiðinu fer fram á ensku.

Markmið

  • að nemendur auki ritfærni og orðaforða í ensku
  • að nemendur auki færni í tjáningu á ensku
  • að nemendur auki færni í skapandi vinnu með bókmenntir

Námsmat

Verkefnin unnnin tengd Hringadrottinssögu á önn gilda 60%, en lokaverkefni gildir 40%.

Námsgögn

  • Lord of the Rings bækurnar, auk myndbanda og stuttra greina á vef námskeiðsins.