ENSK3VI05

Viðskiptaenska

Áfangi á viðskiptabraut í framhaldi af ENSK 3SV 05 eða sambærilegum áfanga. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti viðskiptaorðaforða sinn, almennan orðaforða sem og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast viðskiptum. Einnig æfast nemendur í töluðu máli, bæði með umræðum og formlegum fyrirlestrum.

Námsmat byggist á verkefnum annarinnar, svo sem skáldsögu og ritgerð, auk lokaprófs.

  • MARKET LEADER, Upper Intermediate Course Book.
  • Born a Crime, uppvaxtarsaga eftir Trevor Noah.
  • Smásögur (Moodle).