ENSK3YE05

Yndislestur

Í þessum áfanga gefst nemendum kostur á að lesa sér til ánægju og kynnast fjölbreyttum bókmenntaverkum. Nemendur velja fimm bækur af lista í samráði við kennara og gera grein fyrir þeim skriflega og munnlega.

  • Að nemendur njóti þess að lesa verk á ensku.
  • Að nemendur kynnist fjölbreyttum bókmenntum.
  • Að nemendur öðlist ríkari orðaforða í gegnum lestur.
  • Að nemendur auki ritfærni á ensku.
  • Að nemendur æfi færni í tjáningu um bókmenntir á ensku.

Nemendur lesa fimm bækur yfir önnina og gera grein fyrir þeim skriflega, auk þess sem þeir hitta kennara í rafrænu samtali eftir lestur síðustu bókarinnar. Áfanginn er próflaus.

Nemendur velja fimm bækur af lista í samráði við kennara.
Öll vinna áfangans fer fram á ensku.