FJMÁ 2TP 05 - Fjármálafræði, tímagildi peninga

Forkröfur: REKH2MT05, STÆR2LT05 og TÖLV2RT05 eða sambærilegir áfangar

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Áfanginn er í fjarnámi og kennslan fer því fram á netinu. Námið byggir mest á sjálfsnámi. Það er mikil áhersla á dæmaútreikninga í þessum áfanga.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

 • mismunandi sparnarleiðum einstaklinga,
 • tímagildi fjármagns og  grundvallar þýðingu þess í fjármálum,
 • vísitölum, hlutverki þeirra og notkun,
 • ávöxtunarkröfu og fjármagnskostnaði sem og áhrifaþætti þessara fjármálahugtaka,
 • helstu markaðsverðbréfum á íslenskum verðbréfamarkaði og hlutverk kauphalla í verðbréfaviðskiptum,
 • þekki til helstu tegunda skuldabréfa,
 • mikilvægi fjárfestinga í þjóðfélaginu og hvernig á að meta hagkvæmni þeirra.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • hagnýta sér netið til öflunar og túlkunar fjármálalegra upplýsinga,
 • fylgjast með verðbréfamarkaðnum og geti gert sér grein fyrir og metið hvers vegna sveiflur verða á honum og lagt mat á áhrif þeirra,
 • fylgjast með umræðunni um fjárfestingar og þýðingu þeirra fyrir hagkerfið,
 • skilja og meta hvað liggur að baki arðsemismati tiltekinnar fjárfestingar,
 • túlka og greina rekstrarhorfur fyrirtækja út frá ársreikningum.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

 • að reikna arðsemi mismunandi fjárfestingavalkosta
 • að reikna markaðsverðmæti/gengi mismunandi tegunda skuldabréfa út frá ákvöxtunarkröfu markaðarins
 • að reikna virði hlutabréfa út frá arðgreiðslu- og sjóðsstreymisaðferð
 • vísitöluútreikningum og túlkun þeirra
 • að reikna út helstu kennitölur sem notaðar eru við mat á hlutabréfum og hlutafélögum
 • að fást við einfalda útreikninga tengda áhrifum fjármögnunar á virði hlutafélaga

Námsmat

Lokapróf 85%
Próf í kennslukerfinu 15%

Ná þarf 4,5 í lokaprófinu til að próf í kennslukerfinu, Moodle, reiknist inn í lokaeinkunn.

Námsgögn

 • Dæmahefti í fjármálum, útgefið 2021. Nánar í kennslukerfinu.
 • Farsæl skref í fjármálum, útgáfa 2020, eftir Gunnar Baldvinsson. Nánar í kennslukerfinu, þarf ekki að kaupa
 • Efni frá kennara í kennslukerfinu, glósur, dæmaútreikningur o.s.frv.
 • Ítarefni: Viðurkenndar kennslubækur í fjármálum t.d.: Brigham, F. Eugene: Fundamentals of Financial Management