FRAN2FE05

Franska E

Undanfari: FRAN 2FD 05 eða sambærilegur áfangi.

Áfram er unnið með færniþættina fjóra, hlustun, ritun, lestur og tal eftir því sem viðfangsefni gefa tilefni til. Unnið er með námsefni úr ýmsum áttum sem gefur kost á að dýpka skilning á menningu og sögu viðkomandi tungumálasvæðis. Þetta eru textar og æfingar frá kennara, af netinu, smásögur frá kennara, blaðagreinar og söngtextar svo nokkuð sé nefnt. Ætlast er til að nemendur sýni meira sjálfstæði en fyrr í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Lokið verður yfirferð helstu málfræðiatriða og nemandi á að geta tjáð sig skriflega og munnlega í nútíð, þátíð og framtíð.

Ekki þarf að kaupa neinar bækur í þessum áfanga, allt efni er að finna í áfanganum sjálfum sem er settur upp í kennslukerfinu Moodle.

Nemandi á að:

  • Æfast enn frekar í framburði einstakra hljóða og hljómfalli tungumálsins.
  • Efla orðaforða sem tengist áhugamálum, ferðalögum, frásögnum af liðinni tíð og að lýsa líðan sinni, útliti, klæðnaði og upplifun af atburðum.
  • Læra fleiri tíðir.
  • Lesa bókmenntatexta í léttum útgáfum.
  • Geta aflað sér upplýsinga með lestri blaða, bóka eða efnis á Netinu.
  • Geta skrifað lengri texta en áður eins og sendibréf, frásagnir og útdrætti úr skáldsögu í nútíð og þátíð.

  • Símat.

  • Smásögur í ljósriti frá kennara og finna má í námsgögnum.
  • Textar sem finna má á veraldarvefnum.
  • Orðabækur að eigin vali.