ÍSLE 2GF 05 - Íslenska, goðafræði og fornbókmenntir

Áfanginn er framhald af ÍSLE 2RM 06 (eða sambærilegum áfanga)

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Lýsing á áfanga og kennsluháttum

Nýjar íslenskar smásögur eru lesnar með það að markmiði að auka orðaforða nemenda og færni þeirra í að skilja fólk og samfélag. Sögurnar varpa allar ljósi á aðstæður eða samskipti sem koma upp í daglegu lífi. Með skriflegum verkefnum gefst nemendum kostur á að túlka viðbrögð persóna og setja sig í spor þeirra og öðlast þannig reynslu og skilning sem nýtist þeim sjálfum í lífinu.

Kennd eru undirstöðuatriði í textagreiningu og smásagnaskrifum. Nemendur semja sjálfir sögur undir handleiðslu.

Nemendur lesa norræna goðafræði og kynnast hugmyndaheimi norrænna manna til forna. Lögð er áhersla á skilningi nemenda og að þeir átti sig á stöðu Snorra-Eddu meðal fornbókmennta. Gagnvirk verkefni verða unnin á kennsluvef og dýpri spurningum svarað skriflega.   

Nemendur kynnast fornum kveðskap og vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á fornu máli og samfélagi. Auk þess miða verkefnin að því að nemendur setji miðaldabókmenntir í samhengi við sinn eigin samtíma og meti merkingu hans fyrir nútímann.

Námsgögn

  • snorraedda.is – kennsluvefur með Eddu Snorra Sturlusonar
  • smasaga.is – rafræn útgáfa íslenskra smásagna, verkefni og upplestur
  • Völuspá / Hávamál – efni á kennsluvef.