ÍSLE 2RM 06 - Íslenska, ritun, málnotkun og tjáning

Grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Lýsing á áfanga og kennsluháttum:

Í áfanganum er mikil áhersla lögð á lestur og tjáningu í ræðu og riti. Nemendur lesa tvær skáldsögur enda er lestur forsenda góðrar máltilfinningar sem öll málnotkun byggir á.

Nemendur eru þjálfaðir í setningafræði þar sem þeir greina og glöggva sig á skiptingu texta í setningar og setningarliði. Gert er ráð fyrir grunnþekkingu í setningafræði frá grunnskóla.

Fjallað verður um sögu máls og menningar frá frumnorrænum tíma til okkar daga. Farið verður yfir sögu íslensks máls og skyldleika við önnur tungumál, helstu hljóð- og málbreytingar íslenskunnar, nafnasiði og mállýskuafbrigði.

Stafsetning er þjálfuð skipulega með gagnvirkum æfingum.

Áhersla er lögð á framsögn við ýmiss konar tækifæri. Þá er einnig áhersla lögð á að styrkja sjálfstraust nemenda.

Námsgögn

  • Tungutak: Málsaga handa framhaldsskólum. Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir

  • Valbók af lista (frá kennara)

  • Námsefni frá kennurum

  • Skáldsagan Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson (2019)

  • Íslenska eitt. Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson