ÍSLE 3NB 05 - Íslenska, nútímabókmenntir

Áfanginn er framhald af ÍSLE2GF05 (eða sambærilegum áfanga)

Sjá nánar um hæfniviðmið í  skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Nemendur lesa bókmenntatexta frá 20. og 21. öld og kynnast helstu bókmenntastefnum tímabilsins. Nemendur vinna saman í hópum verkefni úr stefnum og textum og nota til þess heimildir sem þeir skrá samkvæmt viðurkenndu kerfi. Textar verða greindir út frá boðskap og því hvernig þeir tengjast íslenskum þjóðfélagshræringum fyrr og nú. Nemendur kynnast hugtökum menningargreiningar og læra að beita þeim á bókmenntir og fjölmiðla. 

Námsefni

  • Tvískinna eftir Davíð A. Stefánsson
  • Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttir
  • Bókmenntasöguhefti VÍ (pdf-skjöl í Moodle)
  • Smásaga.is – rafræn útgáfa af íslenskum smásögum