ÍSLE 3NB 05 - Íslenska, nútímabókmenntir

Áfanginn er framhald af ÍSLE2GF05 (eða sambærilegum áfanga)

Sjá nánar um hæfniviðmið í  skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Nemendur lesa bókmenntatexta frá  20. og 21. öld og kynnast helstu bókmenntastefnum tímabilsins. Textar verða greindir út frá boðskap og því hvernig þeir tengjast íslenskum þjóðfélagshræringum fyrr og nú.  Margvísleg ritunarverkefni verða lögð fyrir samhliða yfirferð á skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, auk ljóða og smásagna frá 20. og 21. öld.

Nemendur vinna heimildaverkefni á sviði nútímamenningar og fá þjálfun í að semja fræðilegan og gagnrýninn texta um menningartengd efni, heimildaleit og skráningu. Einnig verða lögð fyrir ritunar- og tjáningarverkefni þar sem sköpunargáfa nemenda verður virkjuð. Nemendur gagnrýna einnig verk samnemenda bæði munnlega og skriflega.

Námsefni

  • Skáld skrifa þér – brot úr bókmenntasögu frá 1920 til nútímans. Sólveig Einarsdóttir og Elínborg Ragnarsdóttir
  • Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness
  • Smásaga.is – rafræn útgáfa af íslenskum smásögum