ÍSLE 3NB 05 - Íslenska, nútímabókmenntir

Áfanginn er framhald af ÍSLE2GF05 (eða sambærilegum áfanga)

Sjá nánar um hæfniviðmið í  skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Nemendur lesa bókmenntatexta frá 20. og 21. öld og kynnast helstu bókmenntastefnum tímabilsins. Textar verða greindir út frá boðskap og því hvernig þeir tengjast íslenskum þjóðfélagshræringum fyrr og nú. Nemendur kynnast hugtökum menningargreiningar og læra að beita þeim á bókmenntir og fjölmiðla.

Fjallað verður um beitingu tungumálsins og aðferðum ljóðrænnar hugsunar í þjóðmálaumræðu, auglýsingum og afþreyingarmenningu. Nemendur þjálfaðir í að greina ýmsar tegundir orðræðu í nútímasamfélagi.

Lesin er ein íslensk nútímaskáldsaga.

Námsefni

  • Tvískinna eftir Davíð A. Stefánsson

  • Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
  • Bókmenntasöguhefti VÍ (pdf-skjöl í Moodle)
  • Smásaga.is – rafræn útgáfa af íslenskum smásögum