ÍSLE3ÞT05

Íslenska, þjóð, tunga og land

Áfanginn er framhald af ÍSLE 2GF 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Nemendur öðlast þekkingu á bókmennta- og menningarsögu Íslands frá miðöldum til 19. aldar.

Nemendur lesa valda kafla úr Íslendingasögu og brot úr sígildum verkum fyrri alda. Þeir vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á íslensku máli og samfélagi að fornu og nýju. Leitast verður við að setja bókmenntir fyrri alda í samhengi við samtíma nemenda og meta merkingu þeirra fyrir nútímann. Nemendur öðlast færni í að lesa og skilja bókmenntatexta og átta sig á mikilvægi þess menningararfs sem þær hafa að geyma.

Ýmiss konar verkefni eru unnin í tengslum við námsefnið. Mikil áhersla er lögð á þjálfun í ritun og skapandi verkefni. Nemendur eru þjálfaðir í viðtalstækni- og framsetningu.

  • Egils saga, með skýringum. Bókin fæst í bóksölu V. Í. og það er hægt að senda póst til throstur@verslo.is til að panta hana.
  • Efni frá kennara.
  • Skáld skrifa þér. Brot úr bókmenntasögu frá 1550-1920. Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir.
  • Bókmenntir í nýju landi. Ármann Jakobsson.