LAND2FL05

Landafræði, félagsleg landafræði

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á kortalestur og kortagerð. Fjallað er um landnýtingu á Íslandi og á heimsvísu, breytingar á notkun lands og afleiðingar þess. Skilgreint verður hvað felst í skipulagi lands og á hvaða stoðum slíkt skipulag hvílir. Gerð er grein fyrir undirstöðum efnahagslífs, nýtingu auðlinda og tengslum þessara þátta. Kynnt eru grunnhugtök lýðfræðinnar, vandamál er tengjast fólksfjölgun og breytingum á búsetumynstri og loks orsakir og afleiðingar fólksflutninga.

Gert er ráð fyrir að nemendur:

  • Þekki tvískiptingu landafræðinnar.
  • Læri að beita vinnuaðferðum landfræðinga.
  • Geti lesið og notfært sér ólík kort.
  • Kynnist undirstöðuatriðum í fjarkönnun.
  • Þekki helstu gerðir kortavarpana og þekki meginkosti þeirra og galla.
  • Þekki helstu drætti í kortasögu.
  • Geri sér grein fyrir merkingu hugtaka eins og landnýting, skipulag, auðlind og sjálfbær þróun.
  • Átti sig á því hvernig land er nýtt á Íslandi.
  • Þekki og þjálfist í að nota hugtök í tengslum við landnýtingu og skipulag eins og kjarnasvæði og jaðarsvæði.
  • Geti lýst og útskýrt meginskilyrði ólíkrar landnýtingar, allt frá landbúnaði til þéttbýlis.
  • Þekki helstu gerðir og hlutverk skipulags.
  • Geri sér grein fyrir á hvaða auðlindum efnahagslíf landsins byggist.
  • Þekki dreifingu, samsetningu, vöxt og hreyfingu fólksfjölda.
  • Þekki helstu vandamál sem tengjast þróun fólksfjölda og búsetu á Íslandi og erlendis.
  • Þekki helstu hugtök lýðfræðinnar.

  • Landafræði. Maðurinn – auðlindirnar – umhverfið eftir Peter Östman og fleiri. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ítarefni frá kennara.