LÍFF2AL05

Almenn líffræði

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Byrjunaráfangi í líffræði þar sem fjallað er um helstu viðfangsefni líffræðinnar, farið yfir grunnhugtök og líffræðilega ferla og fjölbreytileiki lífvera kynntur. Skoðað verður samspil milli lífvera og umhverfis. Helstu efnisþættir eru: líffræði sem fræðigrein og undirflokkar hennar, helstu sameiginleg einkenni lífvera, efni og helstu efnaferlar í lífverum, bygging og starfsemi fruma, fjölbreytileiki og flokkun lífvera, æxlun lífvera og helstu kenningar um þróun.

Áfanginn er byggður upp á skýrsluskrifum, gagnvirkum æfingum og lokaprófi.

Verkefni, skýrslur og lokapróf.

„Inquiry into Life“ eftir Sylvia Mader. 17. útgáfa. Fæst í Bóksölu stúdenta og Bókabúð Eymundssonar.