LÍFF 2LE 05 - Líffræði, lífeðlisfræði

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Áfanginn fjallar um lífeðlisfræði mannslíkamans. Frumur, líffæri og líffærakerfi eru til umfjöllunar og starfsemi þeirra.

Markmið

Að nemendur kynnist meginatriðum í gerð og starfsemi mannslíkamans, og hljóti þjálfun í athugunum vissra þátta lífeðlisfræðinnar með verklegum æfingum og þjálfist einnig í að nýta upplýsingatækni í tengslum við námið.

Efnisþættir

Vefjaflokkar, hjartað og æðakerfið, vessaæðakerfið, meltingarkerfið, öndunarkerfið, þveiti, taugakerfið, skynjun, bein og vöðvar, innkirtlar og kynkerfið.

Námsgögn

  • "Inquiry into Life" eftir Sylvia Mader. Fæst í Bóksölu stúdenta og Eymundsson.
  • Margmiðlunarefni. Ítarefni á vefrænu formi og verkefni frá kennara.