LÍFF 2LE 05 - Líffræði, lífeðlisfræði

Grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Næringarnám plantna, næringarþarfir, eðli ljóstillífunar, upptaka og flutningur næringarefna.
Næringarnám dýra, næringarnám og melting. Efnaskipti og líkamshiti.
Öndun.  Frumuöndun, samanburður á öndunarkerfum, loftskipti öndunar. Tálknöndun fiska. Loftæðaöndun skordýra. Lungnaöndun spendýra.
Loftháð og loftfirrð öndun, efnaskipti öndunar.
Flutningskerfi. Opin og lokuð flutningskerfi. Samanburður á blóðrásarkerfum skordýra, fiska, spendýra. Blóð, vessi.
Innri líkamsstjórnun, vökvastjórnun og þveiti. Vökvastjórnun lífvera í mismunandi umhverfi. Hlutverk nýrna í hryggdýrum, efnaskiftahlutverk lifrar.
Tauga-, hreyfi- og innkirtlakerfi. Samanburður á tauga- og hreyfikerfi  mismunandi dýrahópa, starfsemi innkirtlakerfisins.

Markmið

Að nemendur kynnist meginatriðum í gerð og starfsemi mannslíkamans, og hljóti þjálfun í athugunum vissra þátta lífeðlisfræðinnar með verklegum æfingum og þjálfist einnig í að nýta upplýsingatækni í tengslum við námið.

Að nemandi kynnist og beri saman: næringarnám lífvera, frumuöndun og loftskipti, flutningskerfi (æðakerfi), innri  líkamsstjórnun, vökvastjórnun og þveiti, stýrikerfi dýra (byggingu og starfsemi taugakerfis, innkirtlakerfi). 

Efnisþættir

Vefjaflokkar og líffæri líkamans.  Næringarnám dýra, næringarnám og melting. Efnaskipti og líkamshiti. Efnaskipti í plöntum og ljóstillífun Öndun.  Frumuöndun, samanburður á öndunarkerfum, loftskipti öndunar. .  Lungnaöndun spendýra. Loftháð og loftfirrð öndun, efnaskipti öndunar. Stjórn önduna. Flutningskerfi. Opin og lokuð flutningskerfi. Samanburður á blóðrásarkerfum skriðdýra, fiska, spendýra. Blóð, vessi. Virkni ónæmiskerfis,  Innri líkamsstjórnun, vökvastjórnun og þveiti. Vökvastjórnun lífvera í mismunandi umhverfi. Hlutverk nýrna í hryggdýrum, efnaskiftahlutverk lifrar.
Tauga-, hreyfi- og innkirtlakerfi. Samanburður á tauga- og hreyfikerfi  mismunandi dýrahópa, starfsemi innkirtlakerfisins. Kynkerfi manna.

Námsgögn

  • "Inquiry into Life" eftir Sylvia Mader. Fæst í Bóksölu stúdenta og Eymundsson.
  • Margmiðlunarefni. Ítarefni á vefrænu formi og verkefni frá kennara.