LÍFF2LE05

Líffræði, lífeðlisfræði

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn fjallar um lífeðlisfræði mannslíkamans. Frumur, líffæri og líffærakerfi eru til umfjöllunar og starfsemi þeirra.

Vefjaflokkar, hjartað og æðakerfið, vessaæðakerfið, meltingarkerfið, öndunarkerfið, þveiti, taugakerfið, skynjun, bein og vöðvar, innkirtlar og kynkerfið.

Að nemendur kynnist meginatriðum í gerð og starfsemi mannslíkamans, og hljóti þjálfun í athugunum vissra þátta lífeðlisfræðinnar með verklegum æfingum og þjálfist einnig í að nýta upplýsingatækni í tengslum við námið.

  • „Inquiry into Life“ eftir Sylvia Mader. 17. útgáfa. Fæst í Bóksölu stúdenta og Eymundsson.
  • Margmiðlunarefni. Ítarefni á vefrænu formi og verkefni frá kennara.