Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Líffæra- og lífeðlisfræði mannsins, fyrri áfangi
Áfanginn veitir yfirlit yfir byggingu og starfsemi mannslíkamans með áherslu á mismunandi skipulagsstig, lífeðlisfræði, samvægi og notkun latneskra heita og hugtaka.
Í áfanganum er farið í gerð og starfsemi frumna og frumuhluta með áherslu á starfsemi frumuhimnunnar og einkenni frumna í ólíkum vefjagerðum. Fjallað er um skipulagsstig líkamans, vefjafræði, líffærakerfin og grundvallarhugtök líffærafræðinnar. Farið er sérstaklega í gerð og starfsemi þekjukerfis, beina og liða, taugakerfis og innkirtlakerfis og hlutdeild þeirra í samvægisstjórnun.
Líffærafræði, lífeðlisfræði, skipulagsstig, samvægi, afturvirk stjórnun, svæðaskipting, áttir, líkamshol, fruma, frumulíffæri, himnuspenna, flutningur yfir himnur, frumuskiptingar, vefur, vefjaflokkar, þekjukerfi, lagskipting húðar, líffæri húðar, beinakerfi, beinmyndun, flokkun beina, beinagrind, liðir, liðflokkar, flokkun taugakerfis, taugafruma, taugaboð, taugaboðefni, heilahimnur, heila- og mænuvökvi, mæna, mænutaugar, taugaflækjur, mænuviðbrögð, heili, svæðaskipting heila, heilataugar, sympatíska- og parasympatíska taugakerfið, almenn og sérhæfð skynjun, sjón, heyrn, lyktarskyn, bragðskyn, jafnvægisskyn, skynjun húðar, hormón og eðli þeirra, innkirtlar líkamans.
Nemandi: