LÖGF3LR05

Lögfræði, lögskipan og réttarreglur

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Inngangur um helstu grunnatriði lögfræðinnar, fræðikerfi hennar, réttarheimildir o.fl. Umfjöllun um stjórnskipun og stjórnarfar og meðferð mála hjá stjórnsýsluaðilum.

 • Réttarfar. Dómstólaskipanin á Íslandi. Meðferð einkamáls útskýrð og grunnreglur einkamálaréttarfarsins. Farið er í mun á opinberum málum og einkamálum, sönnun rædd. Farið er yfir helstu atriði aðfarargerða, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti. Reglur laga um samningsbundna gerðardóma.
 • Samningaréttur. Gerð er grein fyrir reglum um rétthæfi og gerhæfi. Farið er yfir stofnun löggerninga, umboð og milligöngu við samningsgerð. Umfjöllun um ógilda löggerninga.
 • Kröfuréttur. Farið er yfir helstu meginreglur kröfuréttarins, þ.e. örlög löggerninga. Sérstök umfjöllun um viðskiptabréfakröfur, veðrétt og reglur um ábyrgð á fjárskuldbindingum 3ja manns.
 • Réttarreglur um lausafjárkaup, þjónustukaup og fasteignaviðskipti.
 • Umfjöllun um stofnun og slit hjúskapar, óvígða sambúð og staðfesta samvist. Barnaréttur m.a. feðrun barna og móðerni. Erfðir, lögerfðir og bréferfðir.
 • Fjármál einstaklinga, rekstur heimilis. Sparnaður og lán. Helstu réttindi og skyldur aðila vinnumarkaðarins.
 • Félög og skattar, félagafrelsi, stofnun félags.

Að nemendur öðlist:

 • Innsýn í réttarreglurnar og geri sér grein fyrir hvernig þær verka á samskipti manna.
 • Almenna fræðslu um íslenska lögskipan.

 • Lokapróf 60%.
 • Verkefni 40%.
 • Til að ná áfanganum, þarf nemandi að ná 4,0 á lokaprófi.

Lögfræði fyrir viðskiptalífið eftir Björn Jón Bragason. Bókin fæst hjá höfundi, sendið pósti til bjorn@verslo.is til að fá hana senda.

Mynd af bókakápu á kennslubók