MENN3MS05

Menningarfræði, menning og samfélag

Áfanginn er framhald af MENN2EM05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í  skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

  • Trúarbrögð: Hugtök og birtingarmyndir. Fjallað verður um nokkur algeng hugtök sem tengjast trúarbragðafræðum, ekki síst í sögulegu ljósi. Sjónum verður sérstaklega beint að íslam og sambandi trúar og samfélags í Miðausturlöndum.
  • Suður-Afríka. Lesin er bók skemmtikraftsins Trevors Noah þar sem hann fjallar um æsku sína í S-Afríku á tíma aðskilnaðarstefnunnar.
  • Menningarheimur eða hugmyndakerfi: Valið í samráði við nemendur.

Nemendur

  • Auki með sér skilning á fjölbreytileika ólíkra samfélaga.
  • Geti gert sér grein fyrir hlutverki menningarlegra og félagslegra þátta í mótun einstaklinga og samfélaga. Í þessu samhengi verður sérstakri athygli beint að trúarbrögðum.
  • Auki þekkingu sína á völdum þjóðum utan Evrópu og geri sér grein fyrir helstu þáttum í menningu þeirra.
  • Öðlist aukna færni til að afla sér upplýsinga úr ólíkum miðlum, vinna úr þeim og skila til annarra.
  • Efli með sér hæfni til sjálfstæðis í hugsun.
  • Þjálfist í að meta umhverfi sitt og eigin hugmyndir á uppbyggilegan hátt í krafti þekkingar og skarprar hugsunar.

  • Ýmis verkefni 75%.
  • Gagnvirkt próf á Moodle 25%.
  • Ekkert skriflegt lokapróf er þreytt í áfanganum.

  • Bókin Glæpur við fæðingu e. Trevor Noah í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur.
  • Kvikmyndin Kite Runner (Flugdrekahlauparinn) eftir Khaled Hosseini.
  • Heimildamyndin Religilous eftir Bill Maher.
  • Bók að eigin vali.
  • Annað lesefni er á síðu áfangans.