NÁTT 1EJ 05 - Náttúrufræði, eðlis- og jarðfræði

Grunnáfangi í eðlis- og jarðfræði fyrir allar brautir nema náttúrufræðibraut

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

 Áfangalýsing

Grunnáfangi í jarðfræði þar sem fram fer kynning á viðfangsefnum jarðfræðinnar. Farið er yfir grunnhugtök í tenglsum við jarðfræðileg ferli og áhrif mannsins á þau. Einnig er farið í grunnatriði í eðlisfræði.

Markmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

 • grunnlögmálum jarðfræðinnar og þeim ferlum sem stýra gangi náttúrunnar,
 • umhverfi sínu og þeim landmótunarferlum sem stjórnast af innrænum og útrænum öflum,
 • hugtökunum sjálfbærni og sjálfbærri þróun í tengslum við nýtingu náttúruauðlinda,
 • lofthjúpnum og loftslasbreytingum,
 • eðli vatns og hringrás vatns á jörðinni,
 • hreyfingu hluta, stöðuorku og áhrifum þyngdaraflsins.
 • rafsegulbylgjum og rafmagnsfræði.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • setja fram og túlka einfaldar myndir, kort og gröf,
 • nota gögn og heimildir í raunvísindum,
 • tengja við ferli í náttúrunni, hringrásir og lögmál.

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • gera sér grein fyrir samhengi í náttúrunni út frá þeim ferlum sem stýra gangi náttúrunnar,
 • skilja mikilvægi þessa að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu,
 • gera sér grein fyrir ógnum í náttúrunni og viðbrögð við þeim,
 • útskýra og ræða um sjálfbærni, sjálfbæra þróun, náttúru, umhverfi, heilbrigði og velferð á lýðræðislegan og fordæmislausan hátt,
 • tengja þætti jarðfræðinnar við daglegt líf, eigið heilbrigði og umhverfi,
 • lesa landfræðilegar upplýsingar úr kortum,
 • lýsa hreyfingu hluta og áhrifum þyngdaraflsins.
 • lýsa notkun rafsegulbylgja
 • gera sér greini fyrir eðli rafmagns

Námsmat:

Námsmatið samanstendur af kaflaprófum, verkefnum og lokaverkefni. 

Námsgögn

 • Rafræn námsgögn eru í kennslukerfinu.