REKH3MÚ05

Rekstrarhagfræði, markaðsform og útreikningar

Undanfari: REKH 2HD 05. Þessi áfangi er fyrir þá sem eru á Hagfræðilínu og hafa lokið REKH 2HDU 05. Þeir sem eru á viðskiptalínu og ætla eingöngu að taka einn rekstrarhagfræðiáfanga, eftir að hafa lokið HAGF 1ÞF 05 og BÓKF 1BR 05, skulu taka rekstrarhagfræðiáfangann REKH2 MT 05.

Áfanginn er framhald af áfanganum REKH2HD05. Meðal umfjöllunarefna eru: mismunandi framleiðsluhugtök og hegðun framleiðslu, mismunandi kostnaðarhugtök og hegðun kostnaðar, tekjuhugtök og afkomuhugtök. Einkenni mismunandi markaðsforma: einokun, fákeppni, einkasölusamkeppni og fullkomin samkeppni, og áhrif þeirra á hegðun/afkomu fyrirtækja. Ný og áður útskýrð hugtök og tengsl þessara hugtaka við mismunandi markaðsform.

Nemandi:

 • Kunni skil á mismunandi tegundum kostnaðar og hegðun kostnaðar.
 • Kunni skil á einkennum fullkominnar samkeppni og útreikningum tengdum fullkominni samkeppni.
 • Kunni skil á einkennum einokunar og útreikningum tengdum einokun.
 • Kunni skil á einkennum einkasölusamkeppni og útreikningum tengdum einkasölusamkeppni.
 • Kunni skil á fákeppni og útreikningum tengdum fákeppni.
 • Þekki til verðaðgreiningar.
 • Þekki til skilvirkni markaða og velferðartaps mismunandi markaðsforma.
 • Þekki til neytenda-/framleiðendaábata mismunandi markaðsforma.

Lögð er áhersla á að nemandi geti gert efnislega grein fyrir viðfangsefninu í formi texta, skýringamynda og reiknaðra dæma.

 • Lokapróf gildir 85%.
 • Vinnueinkunn gildir 15%.

 • Economics. N. Gregory Mankiw og Mark P. Taylor. Nýjasta útgáfa. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta.
 • Aukaefni í Moodle.
 • Aukadæmi í Moodle.