SÁLF 2GR 05 - Sálfræði, grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Undanfari: Enginn

Áfangalýsing

Fjallað er um viðfangsefni, aðferðir og stefnur sálfræðinnar í sögulegu samhengi. Vísindaleg vinnubrögð kynnt. Síðan er námssálarfræði til umfjöllunar bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt, minni, minniskerfin þrjú, minnistækni og ýmsar tegundir náms, einkum skilyrðingar en einnig hugrænt nám. Sértæk námsvandamál eru kynnt. Sérstakur gaumur er gefinn að hagnýtingu námssálarfræðinnar við ýmsa þætti auk námsins, svo sem við samskipti, líkamstjáningu, mótun hegðunar og fælni.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • Þekki helstu stefnur og rannsóknaraðferðir sálfræðinnar í sögulegu samhengi.
  • Fái innsýn í fjölbreytileika sálfræðinnar, þekki helstu starfssvið sálfræðinga og viti hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð.
  • Fái innsýn í þætti sem hafa áhrif á nám, námserfiðleika, minni, skynjun og þar af leiðandi einnig á hegðun fólks.
  • Viti hvað viðbragðsskilyrðing er og þekki tengsl við daglegt líf, svo sem óttaviðbrögð, auglýsingar, lyf og ofnæmi.
  • Viti hvað virk skilyrðing er og þekki tengsl hennar m.a. við uppeldi, nám og meðferð hegðunarvandamála og geðrænna vandamála.
  • Viti hvað hugrænt nám er.

Námsgögn

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen L. Pind: Almenn sálfræði: Hugur, heili og hátterni. Mál og menning. Reykjavík, 2003.