SÁLF 2GR 05 - Sálfræði, grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Undanfari: Enginn

Áfangalýsing

Fjallað er um fræðigreinina sálfræði, helstu viðfangsefni, sögu hennar og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar, helstu undirgreinarnar og ólík starfssvið sálfræðinga skoðuð. Farið verður í ýmsar tegundir náms eins og skilyrðingar og hagnýtt gildi þeirra við mótun hegðunar skoðað. Fjallað eru um minniskerfin þrjú og hvað hefur áhrif á minni okkar og hvernig bæta megi minnistækni. Helstu rannsóknaraðferðir og siðferðileg álitamál í sálfræðirannsóknum kynnt. Að lokum er fjallað um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga og hvað hefur áhrif á sjálfsmyndina, og farið í hvað einkenni mannleg samskipti og þróun náinna sambanda.

Áfangamarkmið

Að nemendur:

  • Þekki helstu grunnhugtök og helstu stefnur sálfræðinnar og fái innsýn í hvernig sálfræði hefur þróast sem fræðigrein.
  • Þekki ólík starfssvið sálfræðinga sem og hagnýtt gildi sálfræði í daglegu lífi.
  • Þekki muninn á virkri skilyrðingu og viðbragðsskilyrðingu t.d. við nám og mótun hegðunar.
  • Viti hvernig minniskerfin þrjú virka og hvað hefur áhrif á það hvort og hvernig við geymum og endurheimtum upplýsingar.
  • Fái innsýn í helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar, kosti og galla þeirra og hvað þarf að hafa í huga við framkvæmd sálfræðirannsókna.
  • Viti hvernig samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga er háttað sem og hvað hefur áhrif á sjálfsmynd, mannleg samskipti, þróun náinna sambanda og mannlegt eðli almennt.

Námsgögn og námsmat

  • Inngangur að sálfræði e. Kristján Guðmundsson og Lilju Ósk Úlfarsdóttur, JPV útgáfa, Reykjavík 2010.

Áfanginn er símatsáfangi þar sem 10 gagnvirkar æfingar eftir hvern kafla gilda jafnt.  Nemendur þurfa að ná 4,5 í heildareinkunn til að standast áfangann.