SPÆN1SC05

Spænska C

Áfanginn er framhald af SPÆN 1SB 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Nemendur öðlast leikni í að segja frá liðnum atburðum í þátíð og að endursegja texta. Þeir lesa létta bókmennta- og nytjatexta og vinna verkefni og endursagnir úr þeim. Áhersla er lögð á orðaforða. Hæfni nemenda til að nota daglegt talmál er þjálfuð markvisst. Til glöggvunar á málfræði og setningagerð, lesa nemendur samtöl í lesbók, gera skriflegar og gagnvirkar æfingar og verkefni. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa, hlusta og endurtaka hljóðæfingar. Við námið er notast við námsbók, hljóðglærur, myndskeið, talað mál og tónlist, Internetið, gagnvirkar æfingar og gagnvirk próf.

Að nemandi:

 • Öðlist aukinn hraða, lipurð og öryggi í framburði, læri frekari framburðarreglur, nái eðlilegu hjómfalli og blæbrigðum bæði í upplestri og tali.
 • Fái þjálfun í notkun þátíða og geri greinarmun á þeim.
 • Auki orðaforða sinn með notkun kennslubókar og öðrum textum, til að mynda dagblöðum og tímaritum.
 • Geti hlustað á og skilið algengustu orðasambönd er snerta persónulega hagi.
 • Geti lesið stuttar smásögur, létta bókmenntatexta og stuttar blaðagreinar með hjálp orðabókar.
 • Geti tjáð sig við allar algengustu aðstæður um efni sem er skylt þema áfangans.
 • Geti skrifað ýmsar gerðir texta allt frá leiðbeiningum, skilaboðum og umsóknum til dagbókar og bréfa, og geti lýst tilfinningum sínum og upplifunum.
 • Að nemandi fái innsýn í einkenni spænskumælandi þjóðfélaga til að mynda stjórnmál, sögu, hefðir, matargerð, félagsleg vandamál, fjölskyldugerð og einstakar listgreinar.

Breytilegt eftir önnum.

 •  ¡Viva el español! – Bókin fæst hjá kennara, sendið póst til unnur@verslo.is.
 • Annað námsefni er að finna í fjarnámskerfinu – textar og málfræðiæfingar.
 • Orðabók. Hægt er að nota orðabækur sem er að finna á netinu eins og www.snara.is eða www.wordreference.com. Einnig eru til spænsk-íslenskar og íslensk-spænskar orðabækur frá Forlaginu.