SPÆN2SD05

Spænska D

Áfanginn er framhald af SPÆN 1SC 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn er símatsáfangi. Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið á önninni á undan. Nemendur kynnast hinum spænskumælandi heimi, menningu hans og siðum. Þeir fá þjálfun að vinna sjálfstætt og að tjá sig munnlega og skriflega um efni áfangans. Þeir þjálfast í að taka þátt í einföldum samræðum og tjá skoðanir sínar og þjálfast í að skilja talað mál. Ýmis konar miðlar verða notaðir til að gefa nemendum innsýn inn í spænskt málsvæði og menningarþætti spænskumælandi landa, s.s. netmiðlar, tónlist, textar, bók og þættir. Nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast efnum áfangans og í annarlok verður munnlegt próf.  

Að nemendur:

  • Auki orðaforða sinn og læri að tengja við annan orðaforða, t.d. úr öðrum málum.
  • Þjálfist í notkun spænskrar málfræði.
  • Nái aukinni færni í hlustun og munnlegri færni.
  • Öðlist aukinn skilning á menningu og þjóðlífi Spánar og Rómönsku Ameríku
  • Geti haldið uppi einföldum samræðum við fólk sem hefur spænsku að móðurmáli um kunnuleg efni og án þess að misskilningur hljótist af.

  • 4 Skilaverkefni, 3 gilda      30%
  • El Silencio                            15%
  • Pepa Villa                             15%
  • Hlutapróf                             20%
  • Munnlegt próf                     20%

  • Námsefni á Moodle frá kennara
  • Orðabók, t.d. snara.is
  • Netflix: Þættirnir El Silencio
  • Léttlestrarbókin „Pepa Villa: Cenizas calientes“