SPÆN2SE05

Spænska E

Undanfari SPÆN 2SD 05 eða sambærilegur áfangi.

Áfanginn er símatsáfangi. Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið á önninni á undan. Nemendur verða áfram æfðir í hlustun og ritun og meiri áhersla verður lögð á lesskilning og munnlega færni. Í lok hvers kafla munu nemendur gera gagnvirkar æfingar í Moodle kennslukerfinu og úr vinnubók, einnig munu þeir skila rituðum textum sem tengjast efni áfangans og vinna með þá munnlega. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa léttlestrarbók, hlusta á efni í Moodle og gera talæfingar. Við námið er notast við hljóðglærur, myndskeið, talað mál og tónlist, internetið, gagnvirkar æfingar og gagnvirk próf.

Fjallað er um eftirfarandi þemu:

  • Bókmenntir og rithöfunda.
  • Kvikmyndir og leikstjóra.
  • Umhverfismál og veðurfyrirbrigði.
  • Tækni og samskipti.
  • Heilsu og mataræði.
  • Sambönd og tilfiningar.

Nemandi:

  • Vinnur áfram á skipulagðan hátt að auka orðaforða sinn meðal annars með notkun orðabókar.
  • Þjálfist í erfiðustu málfræðiatriðunum sem þegar hafa verið kennd.
  • Fái fjölbreytt efni til hlustunar.
  • Fái auka þjálfun í að tala spænsku , helst við spænskumælandi fólk.
  • Lesi margbreytilegt efni og vinni markvisst með orðaforða og megininntak texta, nánar tiltekið.
  • Geti sagt frá upplifun sinni og túlkað sérvalið efni.
  • Skrifi stuttar frásagnir, endursagnir, fyrirlestra og ritgerða.
  • Geti gert greinarmun á mismunandi menningu spænskumælandi landa.

  • 30% -Lokaverkefni.
  • 10% – Destino: La cárcel.
  • 10% – Cenizas calientes.
  • 10% – Dagbókarverkefni.
  • 15% – Munnlegt próf.
  • 5% – Hlustunarpróf.
  • 10% – Gagnvirkar æfingar og önnur styttri verkefni.
  • 10% – Hlutapróf á Moodle (2 af 3 gilda).

  • „Cenizas calientes“. Höfundar: Neus Sans og Alicia Estopiña. –Léttlestrarbók.
  •  Vocabulario B1. Höfundar: Marta Barolo, Marta Genís og fl. Útgefandi: Anaya. Bókin er hvít og bleik að lit.
  • Orðabók (til eru nýlegar útgáfur af spænsk-íslenskum, og íslensk-spænskum orðabókum frá Forlaginu).
  • Efni frá kennara.
  • Mælt er með að eiga málfræðibókina „Correcto“ eftir Guðrúnu H. Tulinius.