STÆR2HJ05

Stærðfræði, hnitakerfið og jöfnur

Áfanginn er framhald af STÆR 2ÞA 05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir náttúrufræði- og viðskiptafræðibrautir. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn byggir á áföngum sem áður hétu STÆ203 og STÆ403. Í áfanganum er unnið með mengi, jöfnur, margliður og föll. Nemendur þurfa að geta skilgreint hugtök tengd efninu, sannað reglur sem farið er í, reiknað dæmi tengd efninu og rökstutt svör með útreikningum og/eða texta.

Mengi og mengjaaðgerðir. Talnalínan, algildi og biltákn. Annars stigs jöfnur, algildisjöfnur og ójöfnur. Margliður, skilgreining, deiling, þáttun, núllstöðvar og formerki margliða. Hnitakerfið, jafna beinnar línu og ójöfnur sem afmarka svæði í hnitakerfi. Jafna fleygboga, topppunktur og skurðpunktar ferla. Föll og ferlar, skilgreiningarmengi og myndmengi, fastapunktur og einhallabil. Veldisföll, algildisfallið og ræð föll.

Að nemendur:

 • Geti unnið með grunnaðgerðir mengja og þekki talnamengin N,Z,Q og R.
 • Geti leyst 2. stigs jöfnur og ójöfnur ásamt algildisjöfnum.
 • Þekki til útreikninga með margliðum og þá sérstaklega öllu sem viðkemur 2. stigs margliðum (finna núllstöðvar, þátta, deila o.fl.).
 • Þekki tvívítt hnitakerfi, jöfnu línu og fleygboga og helstu eiginleika þeirra.
 • Kunni skilgreiningu á falli og geti skilgreint og fundið skilgreiningar- og myndmengi falla, mynd mengis, fastapunkta, einhallabil og skurðpunkta við x- og y-ás.
 • Geti skilgreint eftirfarandi föll og þekki ferla þeirra: margliður, algildisfallið, veldisföll og ræð föll.

 • Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 90%.
 • Gagnvirkar kannanir sem teknar eru yfir önnina gilda 5% og skilaverkefni 5%.
 • Til að standast áfangann þarf að leysa a.m.k. 45% prófsins rétt og fá 5 í lokaeinkunn (4,5 námundast upp í 5).

 • Stæ203 (útgefin árið 2000 eða síðar)eftir Jón Hafstein Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson.
 • Nemendur þurfa að hafa reiknivél sem ekki getur geymt texta.