STÆR2PÞ05

Stærðfræði, prósentur og þríhyrningar

Grunnáfangi fyrir félagsfræða-, alþjóða-, nýsköpunar- og listabraut. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og lausnum verkefna og þrauta. Lögð er áhersla á talnareikning, setja upp jöfnur, lausn jafna, prósentureikning, rúmfræði og beina línu.

Farið er í talnareikning, liðun, veldi, veldareglur og rætur. Auk þess er farið í jöfnur með einni óþekktri stærð, jöfnur með tveimur óþekktum stærðum og  óuppsettar jöfnur. Unnið er með prósentu, vexti og hlutfallareikning. Í rúmfræðinni er sérstaklega fjallað um reglur fyrir horn og þríhyrninga. Nemendur læra um hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi og hornafallareglur. Einnig farið í beina línu í hnitakerfi.

Að nemendur:

 • Geti sett fram lausnir á jöfnum með einum og tveimur breytistærðum þar sem hvert skref er rökstutt í orðum.
 • Geti sett upp jöfnur fyrir orðadæmi og leyst þær.
 • Hafi velda- og rótareglur á valdi sínu.
 • Geti leyst dæmi tengd hvers konar prósentu- og hlutfallareikningi.
 • Geti þáttað liðastærðir og notað þáttun til að einfalda algebrubrot.
 • Þekki til horna við línur og í marghyrningum, sérstaklega þríhyrningum.
 • Þekki til hornafallanna og geti beitt þeim á rétthyrnda- og, eftir atvikum, hvasshyrnda þríhyrninga.
 • Þekki og geti unnið með hnitakerfi og jöfnu línu.

 • Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 100%.
 • Til að standast áfangann þarf að leysa a.m.k. 45% prófsins rétt og fá 5 í lokaeinkunn (4,5 námundast upp í 5).

 • STÆ P05 eftir Jón Þorvarðarson.
 • Reiknivél sem ekki getur geymt texta.