STÆR3BD05

Stærðfræði, breiðbogaföll, diffurjöfnur og fylki

Áfangi fyrir nemendur á náttúrufræðibraut og viðskiptabraut. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Lögð er áhersla á skýra framsetningu lausna og efni áfangans er margþætt (tvinntölur, fylki, diffurjöfnur o.fl.). Hvern efnisþátt má túlka sem kynningu þannig að nemendur „hafi séð“ efnið þegar á næsta þrep kemur.

Þrepasannanir, breiðbogaföll,  pólhnit, tvinntölur, annars stigs diffurjöfnur, tölulegar lausnir á diffurjöfnum, fylki og fylkjareikningur.

Að nemendur:

  • Geti skrifað og lesið stærðfræðitexta og sannað reglur sem þeir hafa jafnvel ekki séð sönnun á áður.
  • Kunni skilgreiningu á breiðbogaföllum og geti sannað reglur um þau.
  • Hafi góða þekkingu á tvinntölum,
    • Þekki bæði pólform og rétthyrnd hnit og pólhnit tvinntölu.
    • Kunni helstu reiknireglur og geti beitt þeim.
    • Kunni að skilgreina e í tvinntöluveldi.
    • Geti leyst jöfnur með tvinntölum.
  • Geti leyst 2. stigs diffurjöfnur á forminu y´´+ay´+by = f(x), þar sem f(x) er á ákveðnu formi.
  • Geti fundið tölulegar lausnir á diffurjöfnum.
    • Taylor-margliður.
    • Aðferð Eulers og endurbætt aðferð Eulers.
  • Þekki fylki og fylkjareikning.
    • Þekki hlutleysufylki og geti fundið ákveður og andhverfur 2×2 fylkja.
    • Geti fundið lausn á yfirákvörðuðu jöfnuhneppi.
    • Geti notað fylkjareikning til að færa punkta í hnitakerfi.
    • Geti beytt Gauss eyðingu.
  • Geti sannað reglur með þrepun.

  • Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 90% og tvenn skilaverkefni gilda samtals 10%.
  • Til að standast áfangann þarf að ná a.m.k. 4,5 á lokaprófinu áður en einkunn fyrir skilaverkefnin er reiknuð inn í lokaeinkunn.
  • Á lokaprófi í annarlok verður prófað í fræðilegu efni ásamt dæmareikningi.
  • Nemandi þarf að fá a.m.k. 5,0 í lokaeinkunn til að standast áfangann.

  • Stæ603 (útgefin árið 2002 eða síðar) eftir Jón Hafstein Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson. Bókin fæst í bókaútgáfunni IÐNÚ, Reykjavík.
  • Diffurjöfnur og fylki eftir Frey Þórarinsson (nemendur fá aðgang að henni í vefkerfinu).
  • Nemendur þurfa að hafa reiknivél. Í lokaprófum er leyfilegt að nota einfaldar reiknivélar (þær mega ekki vera grafískar og ekki geta innihaldið texta).