ÞÝSK1ÞB05

Þýska B

Áfanginn er framhald af ÞÝSK 1ÞA 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfanginn er framhaldsáfangi og flokkast undir A1 skv. evrópska tungumálarammanum.

Lögð er aðallega áhersla á 3 af 4 færniþáttum tungumálakennslu: hlustun, lestur og ritun. Talþátturinn er nokkuð settur í ábyrgð nemandans sjálfs þar sem fjarkennslan getur minna sinnt honum. Mikilvægt er að nemandi lesi upphátt og endurtaki orð og setningar til að æfa sig og sinni vel talþætti kennslubókarinnar.

Nemendur nota grunnbækur, lesbók og vinnubók. Einnig lesa þeir stuttbók. Í kennslubókinni eru mjög margar hlustunaræfingar og einnig er þar myndefni, þar sem nemendur fá kynningu á landi og þjóð. Verkefni eru fjölbreytt og úr efni lesbókar, vinnubókar og stuttbókar.

Markmiðið er að nemandi skilji flóknari orðasambönd um sig og umhverfi sitt. Að nemandi geti sagt frá með einföldum orðaforða og skrifað stutta, einfalda texta.

Þekking:
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans.
  • Völdum grundvallarþáttum málkerfisins.
  • Menningu, samskiptavenjum og siðum þýskumælandi þjóða.
  • Uppbyggingu texta og muninum á töluðu og rituðu máli.

Hæfni:
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilja meginatriði margvíslegra texta og greina einfaldar upplýsingar.
  • Skilja talað mál um kunnugleg efni.
  • Tjá sig skriflega á einfaldan hátt.
  • Skrifa samantekt á tilteknu efni eða skrifa um áhugamál og sitt nánasta umhverfi.
  • Takast á við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum .

Leikni:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt.
  • Lesa og greina texta sem innihalda algengan orðaforða.
  • Taka þátt í einföldum samræðum og tjá sig um efni sem hann þekkir.
  • Tjá sig á einfaldan hátt með því að beita orðaforða, málvenjum og framburði.
  • Skrifa stuttan, einfaldan texta um þekkt efni með viðeigandi málfari.
  • Fara eftir grundvallarreglum um ritað mál.

Í lok áfangans er skriflegt og munnlegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni. Verkefnavinnan gildir aðeins til lokaeinkunnar ef lokapróf er 4,5 eða yfir. Athugið að ef engum verkefnum er skilað er vinnueinkunn 0. Þá getur lokapróf sem er 80% farið niður í 3.6 og er þá fall.

  • 80% lokapróf.
  • 20% vinnueinkunn.

  • Menschen – Deutsch als Fremdsprache – getustig: A1  – 2 bækur: Kursbuch og Arbeitsbuch – Hueber forlag Þýskaland.
  • Oktoberfest – forlagið er Langenscheidt og bókin fæst hjá Pennanum – Eymundsson.
  • Þýska fyrir þig, málfræði.
  • Þýskur málfræðilykill.
  • Orðabók þýsk-íslensk – íslensk-þýsk.