TÖLV 2FO 05 - Inngangur að forritun

Grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Fyrri hluti
Farið er yfir sögu tölvutækninnar þ.á.m. forritunarmála og nemendur verða látnir læra að breyta tölum milli talnakerfa (aðaláhersla á tvíundarkerfið). Nemendur lesa sér til um byggingu tölvunnar, helstu vélarhluta og samband hennar við umheiminn. Farið verður yfir efni um minni, gögn og mismunandi tegundir hugbúnaðar. Nemendur fá kynningu á því hvað algrím, flækjustig og reiknanleiki eru þegar kemur að tölvum.

Seinni hluti
Nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu Java. Nemendur læra að skrifa hefðbundin forrit sem keyra í textaham. Forritin verða oft með stærðfræðitengdar lausnir.

Námsmat

  • Verkefni á önninni 45%
  • Lokapróf 55%

Námsgögn

  • Kennslubók í tölvufræði fyrir framhaldsskóla eftir Atla Harðarson. Útgefandi er Iðnú, 2001. Kaflar 1-5, 7 teknir fyrir.
  • Kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla eftir Atla Harðarson. Útgefandi er Iðnú, 2. útgáfa, 2001. Kaflar 1-4, 6 teknir fyrir.
  • Báðar bækurnar eru til ókeypis á .pdf formi.
  • Að auki verða fyrirlestrar, upptökur og ýmis verkefni frá kennara hluti af námsefninu.