TÖLV2FO05

Python forritun

Grunnáfangi. Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði forritunar. Farið er yfir grunnatriðin í Python forritunarmálinu (breytur, tög, flæði forrita, skilyrðissetningar, lykkjur, random tölur, textabreytur, listar og fleira). Nemendur læra að skrifa hefðbundin forrit sem vinna í textaham.

Innlögn kennara verður á formi lesefnis, fyrirlestra, verkefna og skilaverkefna.

  • Skilaverkefni á önninni 50%.
  • Lokapróf 50%

  • Rafrænt efni um Python forritunarmálið.
  • Glærur, ítarefni, upptökur, auka- og skilaverkefni frá kennara.