TÖLV 2RT 05 - Tölvunotkun, ritvinnsla og töflureiknir
Grunnáfangi
Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfangalýsing
Áfanginn Tölv2RT05 er fyrri áfanginn af tveimur sem kenndir eru í upplýsingatækni og tölvunotkun við Verzlunarskóla Íslands. Í áfanganum er farið vandlega í allar helstu aðgerðir í glærugerðarforritinu PowerPoint, ritvinnsluforritinu Word og töflureikninum Excel. Í áfanganum er lögð rík áhersla á að nemandi öðlist færni í notkun tölvunnar sem tækis og geti nýtt hana í frekara námi eða starfi. Einnig er lögð áhersla á að nemandi tileinki sér vandvirkni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Í kennslubókunum eru leiðbeiningar, æfingar og verkefni til að þjálfa upp notkun forritanna.
Markmið
Að nemandi:
- þekki vel umhverfi forritanna, geti aðlagað og stillt þau að eigin þörfum
- þekki vel til umhverfisins í framsetningar- og glærugerðarforritinu PowerPoint og geti nýtt sér það til framsetningar á efni á fjölbreyttan og myndrænan hátt
- þekki vel til umhverfisins í ritvinnsluforritinu Word og hafi öðlast leikni í mótun texta á ýmsan máta og átti sig á æskilegum læsileika hans
- geti sett upp heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnisyfirliti, mynda- og töfluyfirliti
- geti sett upp viðskiptabréf og formbréf
- hafi öðlast góða þekkingu á umhverfi og möguleikum töflureiknisins Excel og sé fær um að nýta sér það til útreikninga á flókinn máta
- geti mótað töluleg gögn og sett þau fram á myndrænan hátt
Námsmat
- Skilaverkefni 30%
- Lokaverkefni í Word og Excel 70%
Til að ná áfanganum og skilaverkefni telji þarf nemandinn að ná 4,0 í lokaverkefni.
Námsgögn
- Tölvunotkun. Office 365. Enskt og íslenskt notendaviðmót. Ágúst 2020. Kennslubók með verkefnum tekin saman af Jóhönnu Geirsdóttur og Sólveigu Friðriksdóttur.
- Kennslubók í Excel 2019, eftir Óla Njál Ingólfsson og Hall Örn Jónsson. Októbór 2020
Kennslubækurnar fást hjá kennara áfangans, Sólveigu Friðriksdóttur, í síma 864-2873. Að auki fá nemendur leiðbeiningar á vefsíðum og verkefni frá kennara.
![]() |
![]() |