Tölv3UT05 – Upplýsingatækni og tölvunotkun Access, Word og Excel

Áfanginn er framhald af TÖLV2RT05 (eða sambærilegum áfanga)

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Áfanginn Tölv3UT05 er annar tveggja á viðskiptabraut. Unnið er með forrit sem tilheyra Microsoft Office 2016. Í áfanganum er lögð rík áhersla á að nemandi öðlist færni í notkun tölvunnar sem tækis og geti nýtt hana í frekara námi eða starfi. Einnig er lögð áhersla á að nemandi tileinki sér vandvirkni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Tölv3UT05 skiptist í þrjá hluta:

  1. Access – gagnagrunnsforrit
  2. Word – ritvinnsla
  3. Excel – töflureiknir

Markmið

Markmiðið er að nemendur nái að nýta sér til gagns í námi og starfi flókna möguleika ritvinnslunnar Word, fjármálaföll og Pivot-töflur í töflureikninum Excel og grunnaðgerðir í Access gagnagrunni.

Í Word er lögð áhersla á m.a. að geta unnið að uppsetningu ritgerða og stórra skýrslna, geta nýtt blaðadálka, töflur, númeraðar töflur og töflulista, númeraðar myndir og myndalista, uppsetningu verslunarbréfa, formbréf, notkun sniðmáta og stíla og uppsetningu heimilda.

Unnið er nokkuð stórt verkefni með forsíðu í sama skjali, neðanmálsgreinum, töflum og myndritum með beinni tenginu við Excel, listum, myndatextum, láréttum síðum, efnisyfirliti, heimilda- og atriðaskrá.

Lögð er áhersla á að geta nýtt sér fjármálaföllin í Excel og flóknari útreikninga. Einnig verður farið í Pivot-töflur (snúningstöflur).

Farið í gegnum grunnatriði í notkun gagnasafnsforritsins Access. Nemendur hanna og vinna með einfalda gagnagrunna, slá inn gögn, nota síur og fyrirspurnir, flytja inn gögn úr öðrum forritum og búa til skýrslur.

Námsmat

  • Skilaverkefni 30%
  • Lokaverkefni 70% (Word, Excel, Access)

Til að ná áfanganum og skilaverkefni telji þarf nemandinn að ná 4,0 í lokaverkefni.

Námsgögn

  • Tölvunotkun. Office 365. Enskt og íslenskt notendaviðmót. Ágúst 2020. Kennslubók með verkefnum tekin saman af Jóhönnu Geirsdóttur og Sólveigu Friðriksdóttur.
  • Kennslubók í Excel 2019, eftir Óla Njál Ingólfsson og Hall Örn Jónsson. Októbór 2020

Einnig fá nemendur leiðbeiningar og verkefni frá kennara í kennsluumhverfi Moodle.

Kennslubækurnar fást hjá kennara áfangans, Sólveigu, GSM 864-2873.

XExcel2019_kapa-litil TN-Office365_kapa-2